3.4.2011 | 19:44
Frjálshyggjumenn á sorphaugum stjórnmálanna hérlendis
"35,8% styðja Sjálfstæðisflokkinn sem sé nánast sama fylgi og í febrúar, en 12 prósentustigum meira en í síðustu kosningum."
Hannes Hólmsteinn Gissurarson sagði eftir hrunið að frjálshyggjan væri góð, en vissulega fyrirfyndust slæmir frjálshyggjumenn alls staðar og átti þá væntanlega við aðalleikara íslenskra stjórnmála undanfarna áratugi, Davíð Oddsson og kjörvini hans í bankakerfinu, sem féll með brauki og bramli, fyrir framan nefið á bóndanum í Svörtuloftum, sem virðist samkvæmt nýjustu fréttum hafa lagt sitt lóð full hressilega á vogarskálar hrunsins.
Ég vona að þessi tæplega 36% fyrirfinni betri frjálshyggjumenn til að stilla upp í næstu kosningum. Hinir fyrri eru vissulega ekki endurnýtanlegir og flestir komnir í úreldingu, eða á sorphauga íslenskra stjórnmála.
Verði þjóðinni að góðu.
Hún fær vissulega það sem hún á skilið og kýs yfir sig.
Litlar breytingar á fylgi flokka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hannes Hólmsteinn styrkti verulega stöðu sína þegar í ljós kom að hann hafði þegið stórfé frá Landsbankanum fyrir að skrifa áróðursgreinar.
Líklega voru laun Hannesar Hólmsteins hreinir og klárir Icesave peningar.
En mest vex Hannes í áliti fyrir hina miklu sjálfsbjargarviðleitni er hann sýnir. Kom sér í vel launað ríkisjötustarf, með hjálp vina sinna og vinnur að auki launuð undirróðursstörf í þágu auðmannanna.
Svona eiga frjálshyggjumenn að vera.
Sveinn R. Pálsson, 3.4.2011 kl. 19:57
HHG er ríkisrekið viðrini, sem allir hlæja að.
Björn Birgisson, 3.4.2011 kl. 20:02
Mér þykir þú vera orðinn harðorður Björn.
Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 3.4.2011 kl. 20:14
Er ríkissjtórnnin að búa til sterkan Sjálfstæðisflokk ?
Óðinn Þórisson, 3.4.2011 kl. 20:27
Harðorður? Nei, ótrúlega mjúkmáll!
Björn Birgisson, 3.4.2011 kl. 21:11
Óðinn, erfiðleikarnir nýtast oft þeim sem standa til hliðar og rífa kjaft, þótt þeir séu ættfeður erfiðleikanna. Svo er þjóðin ótrúlega gleymin og heimsk!
Björn Birgisson, 3.4.2011 kl. 21:13
Kannski Það sé gott, að það skuli vera hlegið að fleirum en Forsætisráðherranum og fylgisveinum hans,sem eru ríkisreknir skemmtikraftar við Austurvöll.
Eyjólfur G Svavarsson, 3.4.2011 kl. 22:17
Er nú þjóðin orðin heimsk? Mikinn gáfumann þarf til að meta slíkt Björn minn.En kannski hefur þú hann að geima.
Eyjólfur G Svavarsson, 3.4.2011 kl. 22:24
Eyjólfur minn, ég stend við orð mín eins og alltaf. Í síðustu kosningum kaus þjóðin yfir sig 59 (af 63) fulltrúa fjórflokksins svonefnda. Flokkanna sem meira og minna bera ábyrgð á öllu hér. Hvað er það annað en heimska? Ég hefði auðvitað átt að segja hug minn allan og segja að þjóðin væri víðáttuheimsk, nú eða nautheimsk.
Það þarf ekki gáfumann til að sjá það.
Björn Birgisson, 3.4.2011 kl. 22:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.