7.4.2011 | 02:13
Afmæli og afmælisgjöf í formi kveðjustundar
Í dag, 7. apríl 2011, eru nákvæmlega liðin þrjú ár frá því að ég setti inn mína fyrstu bloggfærslu á þessari síðu. Ég vissi ekki þá til hvers sú byrjun myndi leiða, en veit það nú eftir rúmlega 2000 færslur og tugþúsundir athugasemda gesta minna og mínar eigin.
Þetta var stórhættulegt skref og nú veit ég að ég er fíkill. Bloggfíkill, eins og svo margir aðrir sem hér skrifa reglulega og kannast örugglega við þessa tilfinningu.
Blogg-fíkill, golf-fíkill og sport-fíkill svo fátt eitt sé nefnt af ýmsu sem til greina kemur, en öðru sleppt eingöngu fyrir velsæmis sakir.
Hvert er hið eina rétta skref fíkilsins að taka?
Það er að hætta, betrumbæta líf sitt og snúa sér að öðrum hlutum í lífinu.
Gefa sjálfum sér það í þriggja ára bloggafmælisgjöf. Til þess að fá einhverja gjöf!
Ég vil þakka Morgunblaðinu, mbl.is og blog.is fyrir aðganginn hér síðustu þrjú árin, sem og sérstaklega auðvitað öllum mínum gestum og viðmælendum hér á síðu.
Oft hefur verið nokkuð mannmargt og mikið spjallað og skrafað. Mikið gaman og stundum ágætt grín, í bland við alvöruna.
Þess mun ég sakna mest, ekki laust við tár á hvarmi ágætu vinir!
Verð eitthvað að leika mér á Facebook.
Bless um óræðan tíma. Fíklar eiga það til að falla, en ásetningurinn er vissulega ekki sá.
Blessi ykkur öll og landið okkar allar góðar vættir.
Íslandi allt!
Takk fyrir mig!
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Björn. Þín mun verða saknað í netheimum fyrir skemmtilegar birtingarmyndir. Fyrir að fara ótroðnar slóðir og opna nýja glugga. Gangi þér vel að nema ný lönd og njóttu hvíldar.
Sigurður Antonsson, 7.4.2011 kl. 07:05
Takk fyrir að fara. Það er sorglegt þegar menn reyna að boða öðrum hugsýki sína. Þú ert ágætis maður að upplagi, sem hefur afvegaleiðst, líklega lent í einhverju áfalli sem hefur gert þig móttækilegan fyrir heilaþvotti. Ég óska þér góðs andlegs bata og vona að þú komist á þann stað að geta lifað í friði með samvisku þinni og fundið sjálfan þig í stað þess að vera innantóm málpípa Svavars Gestssonar.
Friðrik (IP-tala skráð) 7.4.2011 kl. 09:42
Þín verður sárt saknað í bloggheimum Björn, ef þetta er endanleg ákvörðun, þó ég voni að þetta sé síðbúið aprílgabb hjá þér. Takk fyrir mig.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 7.4.2011 kl. 09:50
Þakka þér fyrir bloggin og hafðu það sem allra best.
Sigurður I B Guðmundsson, 7.4.2011 kl. 10:31
Þakka ánægjulegt bloggspjall gegn um tíðina.
Sveinn R. Pálsson, 7.4.2011 kl. 14:13
Björn, þakka þér fyrir góð kynni og skemmtileg skoðanaskipti hér á moggabloggi. Bestu óskir um gott gengi í eftirlifandi "fíkil-áhugamálum"
Kolbrún Hilmars, 7.4.2011 kl. 18:30
Þakka innlitin og góðar kveðjur. Bestu kveðjur til ykkar allra.
Björn Birgisson, 7.4.2011 kl. 21:08
Nú er mér þungt fyrir,Björn Birgisson einn alskemmtilegasti bloggskrifari á MBL.is segist vera hættur bloggskrifum. Það vona ég að þetta sé eitthvað Aprílgabb svona í seinna lagi hjá honum. Það verður mikill söknuður af Birni hér á blogginu.Vonandi Björn á ég eftir að hitta þig og taka í hönd þér og þakka þér fyrir skemmtilega viðkynningu hér á blogginu. Björn Birgisson,hafðu miklar þakkir fyrir viðveru þína hér á blogginu,og ég óska þér alls hins besta í hverju því sem þú tekur þér fyrir hendur.( Björn og ég mun gæta þess vel að vírinn haldi hjá mér og gott að þú minntir mig stundum á það.) Já það er erfitt að kveðja höfðingja einsog þig Björn,en gangi þér enn og aftur allt í hagin. Kveðja,,,Númi.
Númi (IP-tala skráð) 8.4.2011 kl. 00:08
Takk kærlega fyrir hlý orð Númi minn. Þótt okkur hafi stundum greint á um aukaatriði, er ég sannfærður um að í aðalatriðum lífsins erum við að mestu sammála.
Ég treysti þér fullkomlega til að passa upp á vírinn góða! Hann er huglægur, en samt frábær til að minna okkur á að hugsa og reyna að breyta rétt!
Þétt handtak frá þér væri vel þegið.
Ég hverf héðan af Moggabloggi með auðmýkt í hjarta og sinni, ósár að mestu, en fullur gleði, einkum vegna fjölmargra gesta minna, sem hafa auðgað tilveru mína. Þú ert einn þeirra.
Auðmýktin er undirstaða allra annarra dyggða, sagði Konfúcíus, hinn forni spekingur í Austurlöndum fjær.
Ég kveð hér auðmjúkur.
Björn Birgisson, 8.4.2011 kl. 00:51
Björn minn Birgisson, aldrei held ég að mig hafi áður langað til þess að fíkill falli, en bloggfíkn er frekar skaðlaus að mínu mati.
Ég hef haft ansi gaman af okkar samræðum í bloggheimum þótt þær séu ekki margar. Við erum náttúrulega ekki á sömu pólitísku línunni, en við erum þó ekki ósammála um alla hluti.
Fari svo að þú fallir ekki í freistni, þá óska ég þér góðs gengis í golfinu.
Fyrir mína parta, þá finnst mér áhugaverðara að þvarga aðeins í bloggheimum þegar ég er í landi, heldur en að slá golfkúlur og reyna að hitta í pínulitlar holur.
Sennilega er ég of óþolinmóður fyrir það, en kannski byrja ég á þessu þegar ég verð gamall, ég á marga vini sem eru forfallnir golffíklar, ég veit ekki hvort það er betra en bloggfíknin svei mér þá.
En gangi þér vel, vonandi færðu sem mest af birdum, er það ekki annars toppurinn í golfi?
Jón Ríkharðsson, 8.4.2011 kl. 00:59
Jón Ríkharðsson, þakka þér góð orð!
Björn Birgisson, 8.4.2011 kl. 11:47
Kæri Björn, takk fyrir alla þína hressilegu og skemmtilegu pistla. Hafðu það sem best.
Sigurður Á. Kjartansson (IP-tala skráð) 8.4.2011 kl. 18:44
Þakka þér góð orð, Sigurður Á. Kjartansson.
Björn Birgisson, 8.4.2011 kl. 21:25
Ég styð þig í báráttunni við bloggfíkilinn Björn minn, enn þú lætur þetta hljóma alltof einfalt. Fólk hættir ekki bara að blogga. Margir hafa reynt og ég þekki engan bloggfíkil sem hefur tekist þetta. Mesta lagi nokkrir dagar og síðan er allt í sama farveg. Facebook eða önnur digital eiturlyf hjálpa ekkert. Það er bara venjuleg ranghugmynd. Falleg og fjörug kona getur slegið á löngunina í smá stund, enn síðan vaknar þörfin aftur í blogg.
Fíkn í áfgengi, heróín og önnur hágæða eiturlyf falla í skuggan af bloggfíkninni. Hverjum langar í það þegar blogg er til? Við sækjumst alltaf í það besta, það sterkasta og það sem gefur mesta nautn.
Svefnlausar nætur. Ergelsi og taugaveiklun. Grátköst og depurð ásamt sterkum svitaköstum. Fráhvarfið er alveg hroðaleg. Eiginlega er ekkert til sem minkar fráhvarfs kvalirnar en að láta halda sér sofandi í öndunarvél. Og þegar maður er vakin aftur, svona þremur mánuðum seinna, er mikilvægt að batai byrji í rólegheitunum. Engar tölvur meiga vera nálægt þar sem þær geta valdið því að lönguninn verði óstjórnleg. Sjónvarp og blöð eiga alls ekki að vera nálægt neinum sem ætlar að gera alvöru úr því að hætta að blogga.
Fjölskyldufólk þarf að fara á námskeið til að læra að tala í hálfum hljóðum og sýna stuðning. Það þarf að læra að segja t.d. aldrei nein orð eða settningu sem notuð hefur verið einhverntíma á bloggi þess sem ætla að hætta. Það veldur svo sárum söknuði að erfitt er annað enn að gefa eftir eftir þörfinni í meira blogg....
Það verður spennandi að fylgjast með þessar tilaun hjá þér. Kanski tekst þér það sem engum hefur tekist. Við hinir fíklarnir fylgjumst með fullir af von. Ef einum tekst það get ég líka. Það er eitthvað andlegt við að hætta að blogga. Ætli maður verði ekki bara að biðja Guð að styðja þig í þessari baráttu. Kanski er það bara Hann sem getuir frelsað þig frá hyldýpi bloggfíknarinnar...
Enn ég sjálfur er ekkert háður bloggi. Ég blogga bara af því að allir aðrir blogga...
Óskar Arnórsson, 9.4.2011 kl. 03:52
Taktu pásu Björn minn og komdu aftur. Það er ágætt að hvíla sig á þessu af og til.
hilmar jónsson, 9.4.2011 kl. 10:57
Björn ég verð nú að kommenta á þetta þó seint sé.
Ég er sammála Núma nú sem oft fyrr og þú ert einn skemmtilegasti bloggarinn að mínu mati. Þú og séra Svavar eru nú mínir uppáhalds.
Eitt er þó gott við þetta og það er að nú nenni ég varla að blogga meira fyrst þú ert farinn. Vona að endubætur felast í aukinni sókn í golfinu og ég held að við ættum að fara að beita okkur í að endurlífga Einherjaklúbbinn ( bæði tvöfaldir ef ég man rétt )en sá klúbbur er í andarslitunum í fangi þeirra hjá GSÍ.
Ég vonast bara eftir að sjá þig á facebook og vona að þú " addir " mér sem vini svo ég missi ekki alveg af þér
Bestu þakkir fyrir hlý, falleg og hvetjandi orð í minn garð alla tíð
Gangi þér sem allra best minn elskulegi bloggfélagi kveðja og "arrivadasííí " Kolla
Kolbrún Stefánsdóttir, 9.4.2011 kl. 14:23
Óskar, Hilmar og Kolla! Ég þakka ykkur kærlega fyrir innlitin og ykkar ágætu orð. Hafið það sem allra best kæru netvinir!
Björn Birgisson, 9.4.2011 kl. 19:04
ELSKU BJÖRN MINN, MINN DUGGUNARLEGA LITLI ELSKHUGI. TAKK FYRIR ALLT.
VONA AÐ ÞÚ FALLIR SEM FYRST!
Bergljót Gunnarsdóttir, 10.4.2011 kl. 22:52
Bergljót Gunnarsdóttir, 10.4.2011 kl. 22:54
Takk, Bergljót mín. Hugmyndin er sú að falla ekki. Veit þó ekki hvað ég geri vegna orða þinna! Gangi þér allt sem best, hrakfallabálkurinn minn!
Björn Birgisson, 10.4.2011 kl. 23:41
..ég vil líka að hann falli. Allur bloggheimur horfir agndofa á þessa tilraun, því þeir vita sem er að þetta er ekki hægt.... ;)
Óskar Arnórsson, 11.4.2011 kl. 14:49
Allur bloggheimur? Bæði innan og utan við 200 mílurnar? Þetta gengur ágætlega. Er svolítið á Facebook til að taka mesta hrollinn úr karlinum! Allir velkomnir í heimsókn þangað! Gnótt af djúsí stöffi þar!
Björn Birgisson, 11.4.2011 kl. 16:08
Sýningargluggi VG flokksins tekur sýningarglugga Rauðu hverfanna í nefið!
Björn Birgisson, 11.4.2011 kl. 16:46
Myndir þú vera svo góður að líta aðeins inn á bloggið hjá mér?
Bergljót Gunnarsdóttir, 11.4.2011 kl. 21:00
Björn, ertu ekki að verða leiður á því að vera hættur?
Logi (IP-tala skráð) 18.4.2011 kl. 00:37
Logi, þetta er nokkuð snúin spurning! Vegna þess að ég get auðveldlega svarað henni bæði játandi og neitandi, en er þó ekki á leiðinni í stjórnmál! Þakka þér innlitið!
Björn Birgisson, 18.4.2011 kl. 15:23
Þú ert nú meiri maðurinn að gera okkur þetta. Það er satt að segja alveg ótrúlega tómlegt hérna á blogginu.
Bergljót Gunnarsdóttir, 18.4.2011 kl. 21:03
Bergljót mín, fyrir brotthvarf mitt héðan af Moggabloggi, var svipur auðnarinnar og andleysisins farinn að ríða hér röftum ótæpilega, allan sólarhringinn, alla daga vikunnar.
Meðal annars þess vegna fór ég og lagði mínar snörur á nýjum lendum! Nú er ég sem Indíánarnir í Ameríku í leit að sjálfum mér og nýjum veiðilendum, sem ekki bjóðast! Áfram skal haldið þó!
Hvar enda ég svo? Að tala hér við þig, mín kæra vinkona!
Þú ert uppörvandi, trygg og yndisleg!
Gangi þér allt í haginn góða kona og takk fyrir öll þín góðu orð.
PS. Lít stundum á bloggið þitt og líkar vel réttsýni þín til manna og málefna. Og enn og aftur takk fyrir myndina!
Ég er ekkert á leiðinni til Moggabloggs að nýju!
Björn Birgisson, 18.4.2011 kl. 23:24
Lít hér inn á hverju kvöldi af gömlum vana. Sé að 25-50 gestir eru enn að kíkja á síðuna mína daglega. Mér finnst vænt um það. Hér var stundum margt um manninn og mikið fjör. Nú er stundin önnur. Nú er hún Snorrabúð stekkur.
Annað. Kíki á Moggabloggið einu sinni til tvisvar á dag. Get ekki betur séð en að sjúklingurinn sá þurfi að leita til læknis, ef hann ætlar ekki að gufa endanlega upp!
Ekki það að mér sé ekki andskotans sama!
Björn Birgisson, 19.4.2011 kl. 21:27
Hee, he, núna eru fráhvarfseinkennin þig alveg að drepa Björn.
Þá er að blogga, engin skömm að viðurkenna sinn veikleika, og hjálpa sjúklingnum í leiðinni.
Einhliða eitthvað er alveg bráðdrepandi, og gæti jafnvel drepið Moggabloggið.
Svo styttist í byltinguna með hverjum deginum, evran er að hrynja og þú ert orðinn sammála Páli, ESB drápusmíðara.
Og það er ekki nóg að vera andskotans sama, ef andskotanum er ekki sama.
Frétti að þeir væru farnir að byggja í Snorrabúð.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 19.4.2011 kl. 22:06
Sæll Ómar minn! Ertu ekki hættur líka? Þú varst ótrúlega duglegur í aðdraganda kosninganna. Nú bið ég þess í bænum mínum að NEI liðar hafi gert eitthvað fyrir þessa þjóð. Það á eftir að koma í ljós. 50:50 líkur.
Er aðeins að leika mér á Facebook, en hugmyndin er sú að láta golfið yfirtaka þann leik líka með hækkandi sól og grænna grasi!
Þakka þér innlitið, gamli baráttuhundur!
Er ekki á leið á Moggabloggið að nýju. Þarfnast þess ekki og Moggabloggið þarfnast mín ekki!
Sá er nú mergurinn!
PS. Er með JÁ samning við andskotann, en náði engu samkomulagi í efra!
Björn Birgisson, 19.4.2011 kl. 22:34
Sæll Björn. Gott að sjá að nú á að sinna golfíþróttinni. Ég held að Nei- liðar hafi ekki gert mikið fyrir þjóðina og engar 50/50 líkur á því. Þegar stjórnmálamenn í nágrannaríkjum okkar eru farnir að kalla forsetann vitleysing og pöpulista þá erum við komin í ákveðinn ruslflokk þó ekki sé virt matsfyrirtæki að gefa út það mat.
Staðreyndin er að við Íslendingar erum varla "viðskiptatæk" á erlendum markaði og þá er ég ekki að segja að við séum skuldbundin samkvæmt lögum að greiða.
Málið er bara svo einfalt. Stundum þarf að semja við andskotann til að ná fram málum. Kveðja Kolla
Kolbrún Stefánsdóttir, 20.4.2011 kl. 10:31
Hvenær hættir maður Björn?????
Ég náði öðru markmiði mínu þann níunda, hitt er í biðstöðu. Sé ekki tilganginn að herja á AGS í bili, og fyrst að Andstaðan er sundruð um rassinn á sjálfri sér, þá er núverandi stjórn það illskásta í stöðunni. Það er betra að hafa óviljugan böðul en viljugan, og eina virka andstaðan gegn AGS er hvort sem er öll innan VG, eða tengd þeim flokki. Fyrir vikið er ríkisstjórnin því sem næst óstarfhæf, og ekki nema gott um það að segja.
En við lifum fordæmalausa tíma, það sem er að gerast núna, og á eftir að gerast, hefur aldrei gerst áður, það eina sem hægt er að spá, er að ekkert verður eins eftir 5 ár, og er í dag.
En hvort almenningi takist að koma böndum á auðvaldskrímslið sem nærist á þrældómi og arðráni, það má guð vita. En sú barátta verður háð. Og margir puttar munu glamra á lyklaborðið, hvort mínir verði þar á meðal, mun tíminn einn vita. Þetta fer alltaf eftir persónulegum aðstæðum, sem og hitt að maður finni til samkenndar með þeim sem leiða stríðið.
Segi eins og þú, núna er tími fyrir gróandann og útiveruna. Nema ég er að ala upp nýja liðsmenn United að mér skilst, boltinn fær því alla umfram orkuna.
Þú verður var við áhrif Nei-isins á hverjum degi, á meðan þú sérð heilsugæsluna og spítalana opna. Og hlustar á argþrasið í fjölmiðlum hvort það eigi að virkja þetta eða hitt. Það argþras er merki um að við ráðum ennþá okkar orkuauðlindum.
Þetta eru áhrif fyrra Nei-isins, það seinna að menn ræða kjarasamninga, jafnvel að aflétta gjaldeyrishömlum, sleppa því að loka spítölum og svo framvegis. Og það er hægt að ræða endurfjármögnun lána ríkis og Landsvirkjunar án þess að eiga á hættu að fá gjaldfellt 670 milljarða króna skuldabréf, í pundum og evrum.
Og gróandinn er kominn inní ríkisstjórnina, núna keppast ráðamenn að tala um hvað allt er gott, hvað allt stendur vel þrátt fyrir allt. Enda geta þeir það að sanni, það hefði allt getað farið á mun verri veg. Og Heljarvegur hefði beðið ef ókleyfur ICEsave bagginn hefði verið lagður á þjóðina.
Þeir ráða við ástandið því þeir borga bara 70 milljarða í vexti ár, ekki þá 160 milljarða sem fjármálaráðuneytið áætlaði eftir Svavarssamninginn.
Nei, Björn, gróandinn er úti um allt, og engin ástæða til annars en að njóta hans á meðan varir. Veðrabrigðin koma að utan, hrun núverandi fjármálakerfis er óumflýjanlegt, hvað gerist í kjölfarið má guð einn vita, en það verður ekkert gott.
Það er ekki nóg að vera með Já samning við andskotann, það þarf líka að semja við þann í efra, um Já og jákvæðni. Leggist allir á eitt má kannski halda sjó í öldurótinu sem er framundan, en það verður alltaf tæpt.
En það er seinna tíma vandamál. Ef það kemur ekki illvígur frostakafli í lok mánaðarins, þá verður allt spurngið út hér fyrir austan í byrjun mai. Það hefur ekki gerst áður í mínu minni. Og það yrði ákaflega gaman að fá að lifa það einu sinni.
Já, mér líst vel á þetta með golfið.
Kveðjur í Grindavíkina.
Ómar Geirsson, 20.4.2011 kl. 11:53
Sé farið að kalla forseta vorn vitleysing og pöpulista erlendis, hverjum er þá um að kenna? Fólk á Íslandi hefur keppst við að níða hann og öll hans verk árum saman. Ég veit ekki hvort það er að ímynda sér að það sé eitthvað sem liggur grafkyrrt og bundið á bloggsíðum landans, eða berist um allt, þeim sem svo skrifa sér til vansæmdar, og illviljuðum andstæðingum okkar í nágrannalöndunum og víðar til "kurteysislegs framdráttar" í baráttunni um eitt andstyggilegasta mál sem komið hefur upp á Íslandi.
Fólk ætti ekki að gleyma því að forsetaembættið er sameiningartákn þjóðarinnar og það ber að virða í lengstu lög, og ætti því aðeins að staldra við með persónuníð á forsetann, og reyna að muna að svo lengi má brýna að bíti. Þess vegna gerast svona hlutir. Orðvöndun er miklu betri kostur, en oft illa ígrunduð æsiskrif. Við ein getum ráðið okkar orðstír sem þjóð og "orðstír deyr aldreigi."
Við skulum líka muna hversu lengi forstinn hefur setið í embætti án mótmæla þjóðarinnar, því hún hefur haft tækifæri til að velja sér nýjan forseta á fjögurra ára fresti..
Bergljót Gunnarsdóttir, 20.4.2011 kl. 14:35
Leiðr. á að vera "þeim sem svo tala og skrifa sér til vansæmdar."
Bergljót Gunnarsdóttir, 20.4.2011 kl. 14:45
Besti forseti hingað til sem Ísland hefur átt! Engin vafi. Þeir sem eru að kritisera hann eru bara að lýsa sjálfum sér og það hefur ekkert með forsetan að gera..
Óskar Arnórsson, 20.4.2011 kl. 17:22
Sæl Bergljót. Forsetinn já. Ertu þá að meina að við ættum ekki að hafa neina skoðun á því sem hann segir og gerir. Eigum við að halda áfram að fylgja honum eins og við gerðum í útrásarævintýrinu. Eiga allir að vera hljóðir og stilltir nú þegar hann fer fyrir fylkingu sem hugsanlega leiðir til einangrunar og stöðnunar í íslensku efnahagslífi og sem einkennist að mínu mati á hroka og þjóðarrembu. Hann hefur ekki alltaf verið mjög kurteis í sínum ummælum, hefur mér fundist eða diplómatískur í þessu "ógurlega máli "sem eftir allt fjaðrafokið verður kannski bara stormur í vatnsglasi. Enginn veit neitt um það fyrr en kemur að frekari lántökum fyrir þjóðina. Þá munu menn væntanlega skoða mál sín og mal með nýjum hætti. Ég á ekki von á því að þessir umræddu sænsku karlar hafi sótt visku sína á bloggið, ekki mitt allavega Varðandi framboð til forseta undanfarin ár, þá verð ég að segja að það er nú gleggsta dæmið um stórmennaskort þjóðarinnar, og sú skoðum má mín vegna verða mér til ævarandi vansæmdar. Kveðja Kolla
Kolbrún Stefánsdóttir, 20.4.2011 kl. 17:33
Óskar, sammála!
Kolbrún. Enginn kemst hjá því að hafa sína skoðun, rétta eða ranga. Að mínu mati er forsetinn okkur til sóma og þar stangast bara á ólík sjónarmið sem ég held að takist ekki að sætta. Auðvitað eru það ekki bloggarar eingöngu sem hafa valdið þessari skoðun Svíanna, en þeir sem eru á móti forsetanum hafa heldur ekki legið á því að rægja hann, og það oft af þvílíkri fyrirlitningu að venjulegum mörlanda bregður illilega.
Hvernig sem þetta endar allt held ég að við ættum að lægja róginn þar til kemur að næstu kosningum til embættisins, því þar eiga allir landsmenn völ á að senda hann úr embættinu ef vilji meirihlutans er fyrir hendi, þ.e.a.s. ef hann hættir ekki sjálfur. Það er varla fýsilegur kostur að vinna mikið lengur undir svona óáran.
Annars óska ég ykkur gleðilegra páska og vona að þú eigir gott golfsumar framundan Kolbrún
Bergljót Gunnarsdóttir, 20.4.2011 kl. 18:05
Ómar, Óskar, Bergljót og Kolla, það er notalegt að fá ykkur í heimsókn hingað í tölvuherbergið mitt og fylgjast með spjalli ykkar. Þegar þið hættið að koma í heimsókn er líklegt að ég hendi þessari síðu í ruslið, með öllu sem á henni er. Það munu vera ríflega 2000 færslur og athugasemdirnar skipta tugum þúsunda og þið eigið auðvitað þær vitrænustu og flottustu!
Jæja, nú er það páskastoppið! Það byrjar með nettu glasi af spænsku rauðvíni!
Ykkar skál, ágætu vinir!
Björn Birgisson, 20.4.2011 kl. 19:09
Skál Björn, ég ætla að fá mér glas líka, svo sendi þér mínar bestu andlegu kveðjur, og njóttu nú vel!
Bergljót Gunnarsdóttir, 20.4.2011 kl. 20:50
Bergljót Gunnarsdóttir, 20.4.2011 kl. 20:53
Óskar. Það er ekkert líkt með mér og forsetanum ef þú ert að beina þessu bulli til mín. Ég virði hann fyrir þá þekkingu sem hann sannarlega hefur og áræðið vantar ekki. Hann hefur gjörbreytt embættinu og það líkar mér vel. Hann er samt ekki minn maður þannig.
Takk fyrir góðar óskir Bergljót. Ég skelli mér á föstudaginn langa, af því ég er svo ókristileg, í golfferð til Flórída og reyna að undirbúa mig fyrir sumarið. Kannski sjáumst við Björn á Einherjamóti, hver veit. Ekki veit ég hvort ÓRG vill hætta sjálfur en það er eins og enginn vilji bjóða sig fram gegn sitjandi forseta.
Björn þú ferð nú ekki að fórna þessu safni þín. Ég myndi skála við ykkur , þó ekki í rauðvíni, en drekk ekki nema maltið góða og heilnæma Gleðilega páska samt.
Kolbrún Stefánsdóttir, 20.4.2011 kl. 23:41
Ég held að snilld allrar mannlegrar tilveru sé fólgin í að virða skoðanir allra. Sjáið þetta:
"Umburðarlyndi er fyrirbæri sem gerir okkur kleift að láta fólk sjálft um að leita hamingjunnar, í stað þess að fara að okkar ráðum."
Kolla mín er á leið á krókadílaslóðir Vesturheims til þess að spila golf.
Bergljót mín er á lokasprettinum vegna sýningarinnar sinnar í höfuðstað Íslands.
Báðar eiga þær lykil að sálu minni.
Yndislegar og flottar konur.
Skemmtilegir kontrastar þar í mínu "kvennabúri"!
PS. Ég gleymdi að nefna hann Núma minn í síðasta innleggi mínu. Fyrirgefðu Númi minn!
Björn Birgisson, 21.4.2011 kl. 01:27
Gleðilegt sumar Björn. Nú sem oft áður er ég hjartanlega sammála þér. Reyndar sammála Bergljótu líka að við eigum að vera orðvör í ádeilunni þegar við erum á annarri skoðun en viðmælandinn. Kurteisi kostar ekkert. Ég verð að segja að það er heldur fátæklegt í þínu kvennabúri og þú ættir að bæta úr því hið snara Heyrumst síðar kveðja Kolla
Kolbrún Stefánsdóttir, 21.4.2011 kl. 10:49
Kolla mín, í mínu kvennabúri eru gæðin tekin fram yfir magnið! Gleðilegt sumar til þín, sem annarra sem hér líta enn inn!
Eigðu frábæra daga fyrir westan!
Björn Birgisson, 21.4.2011 kl. 18:25
Gleðilegt sumar Björn og takk fyrir veturinn sem hefur reynst mér æði lærdómsríkur og átt þú þar góðan hlut að máli. Mér er sannur heiður að því að vera meðlimur í fámennu kvennabúri þínu. Hlakka til að hitta ykkur hjónin við opnun sýningarinnar. Dóttir mín og tengdasonur sem kalla sig Heima, en þau voru í Kína á sama tíma og við og náðu mikilli athygli þar fyrir tónlistina sína, munu spila og syngja nokkur lög um kl. 15.30.
Bergljót Gunnarsdóttir, 21.4.2011 kl. 20:08
Gleðilegt sumar, Bergljót mín! Þakka þér alltof góð orð í minn garð! Hvenær verður sýningin opnuð? Í Iðu er það ekki?
Björn Birgisson, 21.4.2011 kl. 20:32
Formlegt boðskort á leiðinni til ykkar!
Bergljót Gunnarsdóttir, 21.4.2011 kl. 22:05
Heil þjóð Íslands hefur verið krossfest í boði fáeinna stjórnmálamanna og þeirra gróðapunga. Þessir sömu stjórnmálamenn og það undirmáls pakk sem dásamar þá, til dæmis hér á netinu, eru að vinna allt sitt gegn þjóðinni. Þeir bíða þess í ofvæni að þjóðin fari í ruslflokk og gera lítið úr vörnum ríkisstjórnarinnar. Þjóðverjar kunna á svona pakk. Þeir fangelsa það. Enda brenndir að eilífu af öfgapakki.
Samkvæmt trúarbrögðum kristinna hangir nú táknrænn Kristur á krossi, við það að gefa upp öndina. Það skal þó vera lýðum ljóst að í skáldsögunni þeirri, hékk hann ekki þar fyrir frjálshyggjupostula nútímans, sem græða á daginn og grilla á kvöldin. Hann hékk þar fyrir alvöru fólk, að sögn túlkenda ævintýrisins örlagaríka. Hann hékk ekki þar fyrir pakk, sem nuddar sér utan í hann á fölskum forsendum. Frjálshyggjupakk og svikara þjóðar sinnar. (Sýnishorn af Facebook síðu minni)
Björn Birgisson, 22.4.2011 kl. 22:29
hahah þú ert bara eins og eldklerkur minn ágæti. Sjálf held ég að ekkert sé verra í heiminum en blind trú sama á hvað er . Kveðja frá Flórída Kolla
Kolbrún Stefánsdóttir, 23.4.2011 kl. 20:04
Sæl Kolla mín, passaðu þig á krókadílunum og köllunum þarna suður frá! Var ekki fínt í golfinu í dag? Fór 13 holur hér í gær og náði 5 pörum. Sáttur en ryðgaður! Njóttu stundanna í sólinni! Kv. BB Eldklerkur!
Björn Birgisson, 23.4.2011 kl. 20:18
Hi Björn. Jú ég fór 9 holur í gær á 41 höggi og var svona þokkalega ánægð með það. Það er bara svo heitt að maður var hálfslappur við sláttinn. Hér er líf og fjör ólíkt því sem ég hef áður kynnst í svona ferðum. Við munum kíkja á nokkra velli á næstu dögum og svo er keppni í gangi. Eigðu góðan dag og "heilaga" páska kveðja Kolla
Kolbrún Stefánsdóttir, 24.4.2011 kl. 11:21
Það er réttlætisþörf mannsins sem gerir lýðræði framkvæmanlegt, og það er tilhneiging hans til óréttlætis, sem gerir það nauðsynlegt.
Björn Birgisson, 25.4.2011 kl. 03:26
Við hjónin erum bæði stórimponeruð yfir þessu greindarkorni þínu.
Bergljót Gunnarsdóttir, 25.4.2011 kl. 18:46
Bergljót, þessi meitluðu orð í #53 eru ekki mín, því miður. Þau eru höfð eftir Reinhold Niebuhr. Sjá nánar um þann mæta mann á síðu Wikipedia:
Karl Paul Reinhold Niebuhr (pronounced /ˈraɪnhoʊld ˈniːbʊ?r/; June 21, 1892 – June 1, 1971) was an American theologian and commentator on public affairs. Starting as a leftist minister in the 1920s indebted to theological liberalism, he shifted to the new Neo-Orthodox theology in the 1930s, explaining how the sin of pride created evil in the world. He attacked utopianism as useless for dealing with reality, writing in The Children of Light and the Children of Darkness (1944):
His realism deepened after 1945 and led him to support American efforts to confront Soviet communism around the world. A powerful speaker and lucid author,[vague] he was the most influential religious leader of the 1940s and 1950s in American public affairs.[citation needed] Niebuhr battled with the religious liberals over what he called their naïve views of sin and the optimism of the Social Gospel, and battled with the religious conservatives over what he viewed as their naïve view of Scripture and their narrow definition of "true religion."
Björn Birgisson, 25.4.2011 kl. 19:33
Sama hver á þau, þau eru góð. Vildi að miklu fleiri væru í gangi á öllum sviðum og fólk færi eftir þeim. Þar stendur hnífurinn samt í kúnn,i því hver fer eftir einhverju sem sagt er af visku í dag?
Bergljót Gunnarsdóttir, 26.4.2011 kl. 17:40
Tók bara HHG á þetta, Bergljót mín! En hvað segir þú um þetta: "Þjóðerniskennd er barnasjúkdómur. Hún er mislingar mannkynsins." (Ekki frá mér ættað!).
Miðað við núverandi stöðu er þjóðerniskenndin að drepa hér allt í dróma. Mér hugnast ekki sá jarðvegur sem hér er að verða til fyrir öfgar og öfgamenn. Segi og skrifa!
Landið sekkur!
Björn Birgisson, 26.4.2011 kl. 21:59
Þetta er kallað þjóðremba, þjóðerniskennd eins og ég skil orðið er jákvæð, en það má beygla allt sértu öfgasinnaður. Þá er skrattinn laus og akurinn plægður fyrir "landsig" svo ekki sé meira sagt.. En mér er líka ljóst að við erum bara partur af versnandi heimi.
Við kunnum orðið bara að hugsa um hagsmuni, þe. peninga, en mannleg gildi virðast fara þverrandi, eigum við ekki bara að kalla það kapitalisma. Hann viðrist mér nánast orðinn í böðuls líki, að drepa allt.
Bergljót Gunnarsdóttir, 26.4.2011 kl. 22:58
Sæll Björn... ég held að það sé ágætt að kalla þetta bara barnasjúkdóm því það er óttalega barnalegt að vera að belgja sig út af þjóðarstolti og enginn tilgangur með því. Það sama á við með trúboð allskonar... allt til bölvunar :) Kveðja Kolla
Kolbrún Stefánsdóttir, 27.4.2011 kl. 13:48
Fullkomnlega ósammála!
Bergljót Gunnarsdóttir, 27.4.2011 kl. 14:59
Ósammála? Nú æsast leikar! Bæti við starfsmanni!
Björn Birgisson, 27.4.2011 kl. 21:08
Þjóðarstolt er ekkert að vera stoltur yfir. Eins og allir vita er barnalegt og egoistískt að vera með þjóðarstolt...Væntumþykja gagnvart landi sínu er allt annað og virkilega jákvætt. Gott að sjá Björn vera komin úr bloggfráhvarfinu og er farið að líða svona ljómandi vel aftur. Ég held að það séu að koma á markaðin sterkar pillur sem eiga að leysa bloggáhuga af hólmi. Þetta er víst svaka dúndur og hefur ótrúleg áhrif. Fyrst slær það út máttinn í fingrunum sem dofna þannig að það er eins og menn séu með vettlinga á höndunum. Eftir viku dofnar heilinn og svo vill fólk bara alls ekki blogga.
Aukaáhrifin eru að fólk vill ekki gera neitt annað heldur. Þetta skapar þægilega svefn í 18 til 20 tíma á sólarhring og allur matarkostnaður fer niður á núll sem er jákvætt fyrir efnahaginn. Það kemur að því að bloggpillur verða til á hverju heimili. Áhrifin koma svo snöggt og öruggt að menn sem hafa tekið þetta og halda áfram að blogga, hætta í miðri settningu og stara á skerminn klukkutímum saman án þess að hreyfa sig...meiriháttar uppfinning... ;)
Óskar Arnórsson, 27.4.2011 kl. 21:52
Auðvitað er ég svona nokkurn veginn sammála, en það fer bara svo ofsalega í taugarnar á mér þegar talað er til mín í gegnum aðra.
Bergljót Gunnarsdóttir, 27.4.2011 kl. 22:50
Til Bergljótar minnar: "Umburðarlyndi er fyrirbæri sem gerir okkur kleift að láta fólk sjálft um að leita hamingjunnar í stað þess að fara að okkar ráðum".
Aldrei mundi ég reyna að troða hamingjunni inn á annað fólk. Til þess er hún of takmörkuð!
Bestu kveðjur, kæru vinir, Björn
Björn Birgisson, 27.4.2011 kl. 23:53
Hahaha Bergljót er of kvenleg fyrir minn hatt... átta mig ekki á því hvort hún er sammála eða ekki ... en ég er allavega orðin of gömul til að láta eitthvað fara í taugarnar á mér.... en sumt þoli ég ver en annað og þjóðarremba er eitt af því... kveðja frá helsta þjóðrembulandi í heiminum > Kolla
Kolbrún Stefánsdóttir, 29.4.2011 kl. 03:17
Sakna skemmtilegra skoðanaskipta við þig Björn. Vonandi endurskoðarðu afstöðu þína og kemur með eitt og eitt blogg öðru hvoru. Sjálfur tek eg mér frí af og til. Var t.d. í þessu fína veðri í Þýskalandi um páskana. Framundan eru vorstörfin: pæla upp kálgarðinn, setja niður kartöflur og grænmeti, hlúa að öðrum trjágróðri og planta trjáplöntum og stiklingum. Þá er einnig að ljúka nokkrum ritverkum sem mjakast alltof of hægt.
Þetta er þrotlaus vinna sem þó á að vera alltaf skemmtileg.
Bestu sumarkveðjur.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 29.4.2011 kl. 06:42
Kolla mín, Að þola eitt verr en annað held ég að sé að láta það fara svolítið í blessaðar taugarnar á sér. En annað, ég er alveg rosalega ánægð með, þetta um kvenlegheitin,. Takk fyrir það! Vona að þú njótir dvalarinnar þarna hjá þjóðrembunni og hamist í golfinu sem aldrei fyrr. Beggó.
Bergljót Gunnarsdóttir, 29.4.2011 kl. 11:29
Bergljót mín, ég kemst því miður ekki á morgun. Margt sem kallar á! Hjartans þakkir fyrir boðið og gangi þér sem allra best, sem ég efast reyndar ekkert um!
Fyrir þig, ágæta vinkona:
"Freistingin er vopn konunnar, og afsökun karlmannsins" (H.L. Mencken)
Hvað er vinátta? Í mínu tilfelli er hún margslungin. Netvinir mínir til margra ára eiga stóran hluta hjarta míns og hafa gefið mér mikla ánægju og gleði. Þar í fríðum flokki ert þú framarlega.
Iða er ekki svo langt undan. Aldrei að vita nema BB og IG komi við seinna!
Enn og aftur: Ástarþakkir fyrir boðið!
Björn Birgisson, 29.4.2011 kl. 21:23
Takk fyrir innlitið Mosi minn og gangi þér allt í haginn!
Björn Birgisson, 30.4.2011 kl. 14:26
Hvaða er í gangi Björn ? Hendir inn einni og einni færslu en tekur þær út í lok dags.
Eretta niðurtröppun ?
hilmar jónsson, 1.5.2011 kl. 15:10
Tvær næturbirtingar! Það er allt og sumt! Meira til gamans gert!
Björn Birgisson, 1.5.2011 kl. 15:29
Sæl Bergljót... já það má svo sem segja að það sé smá tvíbent hjá mér kommentið en mér finnst " að fara í taugarnar " sé meira svona alltaf viðvarandi m.v. eitthvað ástand. Að þola misvel eitthvað er meira svona "smápirringur " sem maður þusar yfir og svo er það búið ... Gangi þér rosalega vel í þínum málum. Ég spila golf eins og geggjuð manneskja í 30 ° hita og sól og líkar það vel þó ég hafi gaman af að kíkja á Björn bloggvin annað slagið... . kveðja Kolla
Kolbrún Stefánsdóttir, 1.5.2011 kl. 17:00
Það er verst hvað hann er þver, hann Björn blessaður bloggvinur okkar, að gera manni þetta. Sendi karli hér með áskorunarvísu.
Björn Bloggari
Byrjaðu aftur að blogga
Björn minn góður, í Mogga.
Vaskan hér vantar nú penna.
Viltu nú kæri minn nenna.
Bergljót Gunnarsdóttir, 1.5.2011 kl. 20:44
Hættu að berja lóminn
hækkaðu frekar róminn
blogg þarf nú vaska sveina
þú veist hvað ég er að meina....
hilmar jónsson, 1.5.2011 kl. 21:08
Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs verða tvískipt að ári!
Takk fyrir þetta! Bara skemmtilegt!
Björn Birgisson, 1.5.2011 kl. 21:37
Set nú inn næturfærslu sem ég vona að enginn lesi!
Björn Birgisson, 1.5.2011 kl. 22:58
Sólarlandaveður og minn í golfi í dag! Skelfing var gaman!
Björn Birgisson, 11.5.2011 kl. 18:31
Gaman að sjá þetta Björn.. ég var líka að spila, fyrsta hringinn á Mýrinni og fór á 39 höggum, sem er ekkert að marka þar sem enn eru vetrargrín. Á morgun fer ég 18 holur á Leirdal og Mýri mixað saman þar sem ekki má fara sjálfan dalinn. Gangi þér sem allra best kveðja Kolla
Kolbrún Stefánsdóttir, 11.5.2011 kl. 23:14
Takk, Kolla mín fyrir innlitið! Þú ert sólargeisli! Ég hef aðeins staðið í ströngu á FB síðunni minni, fúll að mestu! Svo kemur þú að heilsa upp á karlinn, þá veit ég að sumarið er komið! Þakka þér!
Björn Birgisson, 12.5.2011 kl. 00:21
Er enginn sjens að þú snúir til betri vegar á daginn. Mér er nefnilega svo gjarnt að sofa á nóttinni.
Bergljót Gunnarsdóttir, 5.6.2011 kl. 01:03
Tek undir orð Bergljótar: Alltaf gaman að lesa athugasemdir þínar Björn um landsins gagn og nauðsynjar eins og það var kallað fyrr á tímum. Í dag kannski er það einfaldlega nefnt pólitíska þrasið eða eitthvað í þá áttina þar sem seint verður komist að einhverri vitrænni niðurstöðu.
Góðar stundir!
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 5.6.2011 kl. 20:58
Ég tek líka undir orð Bergljótar og Mosa líka. Mér hættir til að sofa á nóttunni . Ég las í blaði áðan að svefnleysi hefði ekki góð áhrif á kynorku karla en ekkert var minnst á konur í því sambandi. Kannski alveg óþarfi að vera með þennan nætursvefn alla tíð . Annars er ég ögn pirruð út í veðurfarið hjá okkur. Allt of mikill vindur til að neitt vit sé í golfspilinu hjá manni. Ert þú eitthvað að spila ? Bestu kveðjur til þín og þinna Kolla
Kolbrún Stefánsdóttir, 6.6.2011 kl. 09:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.