4.4.2011 | 13:23
Vasaklútablogg ráðherrans fyrrverandi
Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, er duglegur að skrifa um pólitíkina. Hans pólitíski sjóndeildarhringur er löngu þekktur og ekki getur hann talist víður, en hann er síður en svo einn á þeim bátnum.
Björn skrifar gott mál og setur það fram með miklum ágætum.
Ég vil hvetja fólk til að lesa bloggfærslu Björns Bjarnasonar í dag. Endilega hafið vasaklút við hendina. Hún er svo sorgleg.
Það er svo illa komið hjá sumu fólki.
Hér er síðan hans: http://bjorn.blog.is/blog/bjorn/entry/1156046/
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það dugir ekkert minna en strandhandklæði við lesturinn, það þarf stöðugt að vinda klútinn.
Það kom smá frétt um þetta á mbl.is. Þeir voru fljótir að láta hana renna sitt skeið, hafa sennilega skammast sín aðeins. Það virðast allir vita, nema Björn Bjarna, að formaður Sjálfstæðisflokksins ásamt verulegum hluta þingflokksins leggja líka blessun sína yfir og mæla með Icesave III og þá um leið þessa forkastanlegu stjórnarhætti, sem eru eðlilega að kæfa Björn, því hann mátti, sem kunnugt er, ekki vamm sitt vita í embættisfærslum sínum.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 4.4.2011 kl. 13:56
Af tómri hugulsemi í garð okkar beggja , t.d. , þá hætti ég mér ekki á síðu Hermundar símhlerunarskinns , af hverju - jú það kæmi annað syndaflóð .
Vissulega styttist óðfluga í annann endann hjá okkur Björn , en ekki vil ég flýta því .
Hörður B Hjartarson, 4.4.2011 kl. 14:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.