Hreinræktuð rasistalög?

"Samtök atvinnulífsins hafa gengið út frá því við samningagerðina að Icesave-lögin verði samþykkt í komandi þjóðaratkvæðagreiðslu."

Dálítið sérkennilegt viðmið, en svo sem ekki flókið að skilja, ef vilji er til þess. Það er erfitt að skilja á milli Icesave málsins og þess fjármálaumhverfis sem atvinnulífinu verður gert að hrærast í.

Annað. Allt annað.

Átti spjall við mætan mann í gær og spurði hann auðvitað hvernig hann hygðist kjósa á laugardaginn.

Ekki stóð á svarinu. Efnislega var það svona.

Ég ætla að segja já. Ég vil ekki sjá þessa dómstólaleið. Hún gengur aldrei upp fyrir okkar hönd. Dettur nokkrum heilvita manni í hug að alvöru dómstólar í útlöndum taki eitthvert mark á neyðarlögunum okkar? Að hægt sé að mismuna fólki innan sama íslenska bankans eftir því hvar hann starfar? Íslenskar kennitölur fái allt sitt en erlendar ekkert! Alveg eins hefði verið hægt að segja að hvítir fengju allt sitt, en negrar og litað fólk ekkert. Þetta eru ekkert annað en hreinræktuð rasistalög, sem ærlegir dómstólar yrðu sneggri að sjá í gegn um en auga á festi! Ég er að tala um ærlega dómstóla, ekki þessa pólitísku íslensku!

Svo mörg voru þau orð.


mbl.is Þarf að endurmeta stöðuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Það væri mikið óhappaverk ef Vilhjálmur eigi þátt í að fella þessa kosningu. Oft má kjöftugur maður fremur þegja en segja.

Ætli þjóðin sé ekki fyrir löngu búin að fá sig fullsadda af þessu Æseif.

- Bara Davíð hefði setið lengur á þessum 300 milljörðum sem hann henti í útrásardjöflana úr Seðlabankanum í sept. 2008 án veða eða trygginga. Var ekki talað um 300 milljónir hefði kostað að múta Bónus feðgum hérna um árið af Davíð? Kannski það hefði verið ódýrari lausn.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 5.4.2011 kl. 22:51

2 identicon

Hittirðu mann í gær sem sagði þetta er þú vitnar þarna í. Varstu ekki bara að tala við sjálfan þig fyrir framan spegil.?

Númi (IP-tala skráð) 5.4.2011 kl. 22:51

3 Smámynd: Björn Birgisson

Númi, ég sagði að ég hefði átt spjall við ágætan mann. Þú þarft ekki að efast um það. Ég hef ekki svona frjósama hugsun eða hugarflug. Þarf ég kannski að segja þér þetta þrisvar til að þú skiljir og trúir?

Björn Birgisson, 5.4.2011 kl. 22:58

4 Smámynd: Björn Birgisson

Mosi, þú veist hvað hægri mennirnir segja. Ekki hanga í fortíðinni, þar er ekkert annað en skítalyktin og spillingin. Nú horfum við fram á veginn, nýskeindir og með alveg nýslegin spillingaráform til handa LÍÚ og fleiri aðilum!

Björn Birgisson, 5.4.2011 kl. 23:02

5 identicon

Nú hefur Hannes Hólmsteinn gefið yfirlýsingu og ætlar að segja nei.

Fyrst svo er þá er rétta svarið

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 6.4.2011 kl. 07:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband