6.4.2011 | 00:53
Fall veldis Rómverja hinna fornu og fall Íslands nútímans
Löngum hefur verið sagt að heimsveldi Rómverja hinna fornu hafi hrunið vegna spillingar. Ekki hvað síst siðspillingar ráðandi aðila, sem smitaði sér til þegnanna, með þeim afleiðingum að gott og göfugt siðferði var aflagt og siðferði spilltra fýsna og spillingar náði yfirhöndinni og þar með var leiðin til glötunar vörðuð svo vandlega að aðrar leiðir voru ekki færar.
Rómverjar? Ekki áttu þeir Völu Grand! Ekki áttu þeir frjálslegustu löggjöf í heimi um samkynhneigða, transfólk og annað fólk sem ekki samsamar sig náttúrunni, eins og flestum þykir eðlilegast.
Nei, en þeir áttu kellingar, kalla, börn og dýr og endalausar fýsnir til alls þessa.
Spilling leiðir alltaf til hruns og rotinna hugsana sem hægt og bítandi innsigla hrunið.
Ísland, land elds og ísa. Fallega náttúruperlan í Norður Atlantshafinu. Landið okkar.
Er Ísland spillt land?
Alveg örugglega, ekki þó eins spillt og ríki Rómverja forðum, en saman dregur í samanburðinum.
Lítum á það.
Í aldanna rás hafa Íslendingar verið duglegir og vinnufúsir, tekið öllum boðum um vinnu sem bauðst. Til að framfleyta sér og sínum. Til að vinna fyrir salti í grautinn.
Það er breytt.
Þúsundum saman flykkjast nú Íslendingar á bætur. Örorkubætur og atvinnuleysisbætur. Þótt heilsan sé þokkaleg og vinnufærni óumdeilanleg, ef til vill eitthvað skert. Þótt atvinna sé í boði.
Nei, nú skulu aðrir borga.
Af því að ég á rétt á bótum!
Hvaðan kemur sá réttur? Hvaðan kemur rétturinn til að seilast í pyngju annarra?
*********************
Nú er verið að reyna að semja um kaup og kjör alþýðu þessa lands. Ríkisstjórnin lofar fleiri störfum.
Fyrir hverja?
Íslendinga sem nenna ekki, geta ekki eða vilja ekki vinna?
Nei, það er ljóst að með hverju starfi sem hér bætist við, fjölgar um einn Íslending á bótum og jafnframt fjölgar þá um einn Pólverja eða útlending í starfi hérlendis.
Ýkt mynd vissulega, ég viðurkenni það fúslega, en hvert erum við að stefna?
Veldi Rómverja féll vissulega, en ég spyr:
Á hvaða leið eru Íslendingar?
(Endurbirt)
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ágætt hjá þér að birta hugleiðingar sem fáir þora að hugsa til enda. Út á við viljum við sýna umheiminum að hér sé fólk sem takandi er mark á og það á heimsvísu. Á stjórnmálasviðinu er bíllinn fastur og deilur taka frá okkur mesta orku, hvað þá að við getum metið skynsamlega stöðuna eða endurbætt árangur okkar. Þannig hefur þetta löngum verið, barátta við verðbólgu, misskilinn metnað stétta og vindmyllur. Þegar umræðan nær hæstu hæðum óskar innansveita-útlendinga og mannréttindaráðherrann eftir að sínar undirsátur endurskoði fyrri vinnu sína. Blýantssálir snúi við blaðinu vegna þess að vondir kallar eru í útlandinu. Já, víða er beðið eftir Godot, en allt mjakast samt áfram?
Sigurður Antonsson, 6.4.2011 kl. 06:41
Á sömu leið og Bretar?
http://www.dailymail.co.uk/news/article-512754/Britains-benefits-generation-State-handouts-way-life-million.html
Annars var Actavis að flytja til Sviss. Ástæðan sögð skortur á hæfu starfsfólki. Glóbalt þá eru fyrirtækin á leið í skattaparadísir og almenningur á leið í skuldafangelsi. NEI við Icesave.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 6.4.2011 kl. 10:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.