6.4.2011 | 21:58
Elliheimili Seðlabankans er að verða fimmtugt!
"Seðlabanki Íslands fagnar því á morgun að þá verða 50 ár liðin frá því að bankinn hóf starfsemi sína."
Frá því að vera bara lítil skúffa í Landsbankanum. Margt hefur breyst.
Eitt breytist þó ekki.
Skömm Seðlabanka Íslands er sú að hafa nánast frá stofnun hans verið elliheimili fyrir aflóga og aflagða stjórnmálamenn, sem hafa haft svo lítið fjármálavit að konurnar þeirra treystu þeim aldrei fyrir að fara út í búð að kaupa í matinn.
En til hamingju með afmælið Seðlabanki Íslands.
Nú ertu hættur að vera innlagnarstofnun og elliheimili!
Seðlabankinn fimmtugur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er þá mögulega góður kostur, að stinga bara afmælisbarninu í skúffuna aftur á fimmtugsafmælinu, hm, ha?
Bergljót Gunnarsdóttir, 6.4.2011 kl. 23:58
Jamm
Björn Birgisson, 7.4.2011 kl. 00:02
Minnumst langrar og virðulegrar sögu seðlabankans og þökkum honum fyrir frábæran árangur í gegnum áratugina.
Jonsi (IP-tala skráð) 7.4.2011 kl. 09:16
Tek undir með Jonsa. Herfylking af afburðahæfum mönnum í Seðlabankanum, allt menn á besta aldri. Skylda ætti alla unga hagfræðinga til að vinna hjá þessum ágætu mönnum. Auðvitað þurfa bankarnir að græða til að geta lánað út til þessara kjána sem eru að reka heimili og fyrirtæki. Munum að það eru ekki yfirmenn banka og valitfélaga sem fyrirskipa ofurlaun, hælkróka á samkeppnisaðila og háa vexti. Ávöxtunarkrafan kemur frá hinum frábæru stjórnendum lífeyrissjóða okkar sem vilja hafa 3-4% launahækkanir á ári og háa stýrivexti launþegum til hagsbóta. Fáranlegt er að kenna falli Lehman Brothers og Wall Street-snillingum um hrunið. Því síður þurfum ofanálagt að kaupa spennumynd á borð við The Inside Job til að rugla okkur enn meira.
Björn, ertu ekki bráðum búinn að fá nóg af elta golfkúluna.
Sigurður Antonsson, 21.4.2011 kl. 16:05
Nóg? Sumarið er rétt að byrja Sigurður! Gleðilegt sumar!
Björn Birgisson, 21.4.2011 kl. 16:37
Gleðilega páska Björn og takk fyrir veturinn. Slagveðursrigning og mjúk hríðardrífa að baki. Nú er sumarið loks komið með hettumáfinn og mörgæsina í fjörunni. Hávært skrækt garg hettumávsins segir okkur meira en ótal orð.
Sigurður Antonsson, 22.4.2011 kl. 13:54
Takk og sömuleiðis Sigurður. Hér er nú 12 stiga hiti, hægur andvari og sólin lætur sjá sig. Fallegt vorveður. Var að koma úr golfi og það var bara gaman á Húsatóftavelli!
Björn Birgisson, 22.4.2011 kl. 16:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.