Svarti markaðurinn blómstrar í sveitunum

Svimandi hátt verð og samansúrruð kerfi eru helstu hvatar til svartamarkaðsbrasks.

Roskinn maður, sem á fjögur uppkomin börn, sem öll eru komin með eigin fjölskyldur, tjáði mér að á hverju hausti keypti hann 20-25 lambaskrokka beint af bónda og deildi kjötinu í eigin frystikistu og frystikistur barna sinna og kunningja.

Þetta eru 320-400 kíló af lambakjöti!

Ekki kaupir sú stórfjölskyldan mikið af rándýru niðurgreiddu lambakjöti á ársgrundvelli!

Hversu mikið magn skyldi vera tekið svona framhjá kerfinu?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

só!

Kristján Sigurður Kristjánsson, 20.8.2011 kl. 13:01

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Sæll Björn. Ég er ekki viss um að þessi viðskipti fallist undir svartamarkaðsbrask - nema þá að bóndinn gefi ekki upp söluhagnað.

Um alla Evrópu er þetta algengt fyrirkomulag ; að kaupa kjötið beint af bónda, þar aðallega þó svína- og nautakjöt í heilum skrokkum. Ég hef heyrt að sums staðar slátri bændur sjálfir.

Íslenska bóndanum er skylt að slátra skepnunum í löggiltu sláturhúsi, en hann er ekki skyldur til þess að selja allt sitt kjöt til afurðastöðvanna. Enda fær hann engar niðurgreiðslur með því sem hann tekur til "eigin nota".

Kolbrún Hilmars, 20.8.2011 kl. 13:03

3 Smámynd: Björn Birgisson

Kolbrún, í þessu tilviki er um ólöglega heimaslátrun að ræða og kolólögleg viðskipti.

Björn Birgisson, 20.8.2011 kl. 13:13

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Nú, þá er þetta bara eins og ytra - huggun þó að við hin þurfum ekki að niðurgreiða kjötið :)

Kolbrún Hilmars, 20.8.2011 kl. 13:29

5 identicon

Það er síðasta spurningin sem skiptir öllu máli. Hversu víðtæk eru slík viðskipti? Eðli málsins samkvæmt er erfitt að leyna slíkum viðskiptum og fjölmargir ættu að geta gefið upplýsingar? Hvaða yfirvald skyldi að eiga að fylgjast með þessu?Bændur skila skýrslum um sitt bú og ef slík viðskipti eru í stórum stíl ætti misræmi að koma fram í tölum.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 20.8.2011 kl. 17:58

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þannig eiga viðskiptin að vera, bein og milliliðalaus. Þannig hagnast bæði bændur og neytendur. Framsóknarmilliliðirnir hafa áratugum saman tekið til sín megnið af öllum verðhækkunum á landbúnaðarvörum og haldið bændum í oki fátæktar.

Fátækt bænda má öðrum fremur "þakka" Framsóknarflokknum. Hans helsta stefnumál er,  og hefur alltaf verið, að viðhalda ríkisbundnu og miðstýrðu landbúnaðarkerfi og helsi bænda, hvað sem það kostar. Það merkilega er að bændur margir hverjir virðast trúa því í alvöru að undir væng Framsóknar og helgreipum fátæktar séu hagsmunum þeirra best borgið.

Flestir Íslendingar viðurkenna frjáls viðskipti, en svo merkilegt sem það hljómar, þá telja jafnvel hörðustu talsmenn þeirra gilda í Sjálfstæðisflokknum að Íslenskur landbúnaður lúti einhverjum öðrum lögmálum, ein atvinnugreina á Íslandi.

Það viðskiptalega frávik er framsóknarheilkennið,  sem heltekur framsóknarmenn allra flokka.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 20.8.2011 kl. 19:48

7 identicon

Heyr heyr Axel, eins og snýtt út úr mínu nefi!!!!

Guðmundur Júlíusson (IP-tala skráð) 20.8.2011 kl. 21:27

8 Smámynd: Sigurður Antonsson

Sæll Björn, nú ert þú kominn á hálann ís. Gisti hjá ferðaþjónustubónda sem seldi okkur lærissneiðar úr sláturhúsinu. Þegar við vildum fá nýorpin egg næsta morgun úr hænsnahúsinu komu vöflur á bóndann. Þrælsóttinn er því miður viðloðandi eftir áratuga ráðstjórn. Axel mælir vel.

Kauphéðinn Framsóknar fór gandreið í nafni Orkuveitunnar hér um árið og keypti upp allar vatns og hitaveitur á Vesturlandi. Boðaði 35 - 50% lækkun gjalda eins og töframaður. Í dag standa íbúarnir uppi með stórhækkuð fráveitu og vatnsgjöld sem enginn skilur. "Beint frá bónda" er innantómt slagorð meðan allt er bundið í klafa einokunar.

Sigurður Antonsson, 20.8.2011 kl. 22:45

9 Smámynd: Björn Birgisson

Þakka innlitin! Athugasemd Axels Jóhanns er tær snilld og er komin á Fésbókina mína.

Sigurður, þér mælist vel að vanda.

Björn Birgisson, 21.8.2011 kl. 00:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband