Núverandi kjördæmaskipan í landinu er alvond. Tillögur Stjórnlagaráðs eru slæmar málamiðlanir. Þýska módelið er mjög gott og hentugt fyrir okkur.
Skiptum landinu í 30 einmennings kjördæmi.
Flokkarnir berjast um sætið. Jafnframt bjóða þeir fram landslista.
Kjósandinn hefur tvö atkvæði. Einmennings atkvæðið og landslista atkvæðið.
Landslistinn leiðréttir vægi atkvæðanna og tryggir fulltrúafjölda í samræmi við fylgið.
Í kosningunum 2009 voru 228 þúsund á kjörskrá.
7000-8000 yrðu því á kjörskrá í hverju einmenningskjördæmi að meðaltali.
Einfalt og gott kerfi.
Hér að neðan er linkur á ágæta grein Finns Birgissonar, sem skýrir þýska kosningakerfið betur.
http://simnet.is/finnur.ark/rammar/adal/deb/kjordmal.htm
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.