3.9.2011 | 11:38
Hvernig ætli það sé að þurfa að tala eftir uppskrift annarra, þvert á eigin skoðanir?
"Hvaða rétt höfum við Íslendingar til þess að draga 27 Evrópusambandsríki að viðræðuborðinu til þess eins að sjá hvað kemur út úr því?"
Hljómar eins og um ofbeldisaðgerð sé að ræða af hálfu Íslendinga, í ræðu þessa hugsanlega tilvonandi fyrrverandi formanns Sjálfstæðisflokksins.
Veit hann ekki að ýmis meðlimaríki ESB hafa náð fram sérákvæðum vegna sérstöðu sinnar?
Hvernig skyldi fólki líða sem sífellt þvaðrar og blaðrar þvert um hug sinn?
Enginn réttur til aðildarviðræðna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 602569
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Björn.
Ég held að þú þurfir alls ekkert að vera að brigsla Bjarna Ben um "það að hann tali þvert um hug sinn".
Hann hefur reyndar aldrei verið neinn ESB sinni.
En í fátinu og úrræðaleysinu kringum hrunið var hann um tíma á því að kannski mætti skoða hvað aðild gæti þýtt.
Síðan hefur hann algerlega horfið frá því og skipt um skoðun eins og reyndar margir fleiri landsmenn. Andstaðan gegn ESB aðild hefur aldrei verið sterkari og öflugri.
Hann er því ekkert að tala eftir einhverri "uppskrift" eins og þú segir.
Hann er einfaldlega að tala fyrir eigin sannfæringu og eindregnum samþykktum Landsfundar Sjálfsstæðisflokksins gegn ESB aðild og skoðunum yfirgnæfandi meirihluta stuðningsmanna Sjálfsstæðisflokksins eins og reyndar er líka skoðun meirihluta þjóðarinnar allrar.
ESB trúboðið´á Íslandi er lítill og einangraður minnihlutahópur og hefur nánast aðeins eitthvert raunverulegt fylgi innan eins stjórnmálaflokks sem er síminnkandi Samfylkingin.
Þar er þó stór hluti þeirra sem enn teljast til stuðningsmanna sem beinlínis eru nú orðnir á móti ESB aðild eða er farinn að efast stórlega um þessa helför flokksins til Brussel og gegn sinni eigin þjóð !
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 3.9.2011 kl. 14:21
Stend við mína færslu. Tek ekkert mark á fólki sem ætlar að túlka og matreiða skoðanir, eða umskipti skoðana, Bjarna Benediktssonar ofan í mig. Ég sé, heyri, hlusta og les og mynda mér mínar eigin skoðanir.
Björn Birgisson, 3.9.2011 kl. 15:38
Ef ég vitna í fyrirsögnina þína Björn minn . Þá gæti líklega Steingrímur j Steingrímsson svarað þessari spurningu. Bara svona ábending. Kveðja.
Eyjólfur G Svavarsson, 3.9.2011 kl. 18:09
Gott dæmi um staðfastann Samfylkingarmann, með blöðkur sitt hvoru megin við augun!! (og einblínir á Sjálfstæðisflokkinn og hans stefnu í sínum málefnaflutningi.)
Guðmundur Júlíusson, 3.9.2011 kl. 23:40
"Hvaða rétt..."???
Nákvæmlega þann sama og t.d. Malta hafði, með sínar 400 þúsund sálir.
Það skelfilega við þessi ummæli er að maðurinn er skelfdur við að eiga samræður við aðra en sjálfan sig.
Hvað þá þann sem öllu ræður í Hádegismóum.
Það er til orð í íslensku yfir svona lagað. En þar sem ég er gestur hér, læt ég vera að nefna það.
Ybbar-gogg (fyrrverandi) (IP-tala skráð) 4.9.2011 kl. 03:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.