5.9.2011 | 20:24
Steinunn Ólína á leið til Bessastaða?
Steinunn Ólina Þorsteinsdottir hefur hug á að verða forseti Íslands.
Hún býr nú í Los Angeles, ásamt manni sínum, Stefáni Karli Stefánssyni.
Þau hjónin eru þjóðþekktir listamenn og slóðin úr leikhúsinu til Bessastaða minnir um margt á Vigdísi Finnbogadóttur.
Steinunn Ólína talar all nokkur tungumál, auk móðurmálsins og er glæsileg kona í hvívetna.
Verði leitað til mín eftir meðmælum til framboðsins, mun ég glaður skrifa undir og tvisvar ef frúin mætir sjálf!
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Björn; jafnan !
Áttu von á því, að hin mæta kona, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, yrði auðsveipt og þægilegt verkfæri, í höndum LIÐÓNÝTRA stjórnmálamanna, sé miðað við þá röggsemi, sem Ó.R. Grímsson hefir sýnt; þrátt fyrir alla hans annmarka, í tilteknum málum ?
Jah; litlu yrði Vöggur feginn, héldir þú það, Ísfirðingur og Golfmeistari, knái.
Með kveðjum; vestur yfir fjallgarð /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 5.9.2011 kl. 20:40
Ólafur Ragnar er síður en svo ómissandi. Ef til vill ákveður hann að hætta næsta vor. Hver veit? Ég fagna hverjum þeim Íslendingi sem hefur metnað til að stýra Bessastaðabúinu með sóma. - Kveðja, Björn
Björn Birgisson, 5.9.2011 kl. 20:55
Glanni glæpur gæti þá verið henni innan handar!!
Sigurður I B Guðmundsson, 5.9.2011 kl. 21:05
Er leikhúsið ekki búið með kvótann, Björn.... Rétt að dreifa þessu á starfsstéttirnar.... Kannski mál til komið að fá fjárbónda að Bessastöðum...?
Ómar Bjarki Smárason, 5.9.2011 kl. 21:07
Ástþór Frið í embættið og Bessastaðaballettinum lýkur með sveiflu og stíl..
hilmar jónsson, 5.9.2011 kl. 21:17
Það er enn ekki búið að setja kvóta á fyrri störf forsetaframbjóðenda. Mín vegna mættu þeir allir koma úr leikhúsi, þó ekki af stóra sviðinu við Austurvöll!
Björn Birgisson, 5.9.2011 kl. 21:27
Svo gætu leikskólakennarar komið sterkir inn..... ekki veitir af því að hækka meðallaunin hjá þeim.....!
Ómar Bjarki Smárason, 5.9.2011 kl. 22:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.