Á hvaða vegferð er forseti Íslands spyrja margir. Á hvaða vegferð er ríkisstjórnin spyrja aðrir.
Grein Jóns Baldvins Hannibalssonar í Fréttablaðinu í dag rammar inn með eftirminnilegum hætti að forsetinn er kominn í glórulaust stríð við löglega kjörin stjórnvöld í landinu og beitir í áróðri sínum völdum sem honum hafa aldrei verið falin, en hann tekið sér að hætti einræðisherra.
Hvað ætlar forsetinn að gera ef svo illa færi að við skíttöpuðum öllum málum tengdum Icesave fyrir dómstólum?
Segja bara sorry eins og hermaðurinn sem skaut óvart stúlkubarnið í stað föðurins eins og frá var greint í þekktu kvæði eftir Kristján Einarsson frá Djúpalæk, Slysaskot í Palestínu?
Sjá grein Jóns Baldvins Hannibalssonar: http://www.visir.is/lady-ga-ga-/article/2011709079987
Athugasemdir
Það er afskaplega dapurlegt að horfa upp á forsetann týna sér í fölskum fagnaðarlátum náhirðar Davíðs.
Liggur við að maður roðni af skömm fyrir hönd Ólafs..
hilmar jónsson, 7.9.2011 kl. 13:01
Sælir; Björn og Hilmar; líka sem og aðrir, gestir !
Björn !
Þú stendur; fyrir búskaparhaldi stórs fjárbús, segjum 700 - 800 Kinda.
Þú ákveður; að ráða 6 Vetrarmenn (líkingin; við 63 þingsetana), til þess að gæta fjárins, og sjá um gegningar, sem aðra umhirðu.
Þegar; á Veturinn líður, bregðast þér, einir 4 - 5 þessarra manna, stinga hreinlega af - og þú verður sjálfur að ganga til allra verka, sem þeir höfðu áður á hendi.
Ígrundaðu nú; þessa dæmisögu mína, Ísfirðingur knái, áður en þú tekur að hreyta frekar, í Ó. R. Grímsson, sem ekki hefir verið neitt ofarlega, á vin sælda lista hjá mér, fremur en mörgum annarra, svo sem.
En; hann ÞORÐI - þegar þau hin hrukku, undan ágangi og frekju gömlu nýlendu ribbaldanna, Breta og Hollendinga, á sínum tíma.
Gleymum svo ekki; að það neyðir okkur enginn, til þátttöku, í spilavítum Las Vegas - fremur en, Monte Carlo. Enginn; neyddi Brezka og Hollenska við skiptamenn Landsbankans, til þátttöku, í hildarleik Björgólfs feðga - og nóta þeirra, svo fram komi.
Hilmar minn !
Þrátt; fyrir hita leikjarins, skulum við ekki ata Dánarheima auri, með því að heimfæra svokallaða náhirð, eða hirðir, upp á sprelllifandi fólk, ágæti drngur.
Vorum við ekki annarrs, búnir að fallast á það, fyrir margt löngu ?
Með kveðjum; öngvu að síður, úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 7.9.2011 kl. 13:22
Óskar Helgi,
hvað í ósköpunum var það sem Ólafur Ragnar ÞORÐI? Að mæta í viðtöl?? Ekki þurfti hann að sitja sjálfur í samninganefnd eða tilnefna fulltrúa í slíkar nefndir? Ekki þurfti hann að svara símtölum og bréfum ríkisstjórna Bretlands og Hollands? Ekki þurfti hann að útskýra lagalegan grundvöll neyðarlaga?
Ólafur Ragnar þorði að segja frústreruðum Íslendingum það sem þeir vildu heyra. Mikið þor þar.
Skeggi Skaftason, 7.9.2011 kl. 20:17
Komið þið sælir; á ný !
Jú; Skeggi Skaftason. Hann ÞORÐI; þegar stjórnmála lyddurnar hérlendu, lágu hund flatar, fyrir ''pískum'' Brezku og Hollensku nýlendukúgaranna.
Er minni þínu; nokkuð tekið að förlast, Skeggi minn ?
Með; ekki síðri kveðjum - en þeim fyrri /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 7.9.2011 kl. 20:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.