Bjarni mun skíttapa fyrir Hönnu Birnu og það veit hann manna best

Minn spádómur er að rætast! Ég hef margoft haldið því fram að landsfundur Sjalla í nóvember verði sögulegur.

Í annað sinn í sögu flokksins verður sitjandi formaður felldur og í fyrsta sinn í sögu flokksins mun kona leiða hann inn í framtíðina.

Hanna Birna skal vera búin að gera þetta upp við sig.

Hún ætlar fram gegn Bjarna.

Vel er þó hugsanlegt að Bjarni dragi framboð sitt til baka taki Hanna Birna af skarið.

Hann mun skíttapa fyrir henni og það veit hann manna best.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Hreint ekki viss um að Bjarni tapi fyrir freðýsuni...

hilmar jónsson, 7.9.2011 kl. 19:30

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Er hún eitthvað betri og fyrir hverja þá?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 7.9.2011 kl. 20:17

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ef Hanna Birna hefur á annað borð verið talin á að keppa við núverandi formann XD, þá er það víst að það skiptir flokkinn máli og hitt líka; að hún muni sigra.

Kolbrún Hilmars, 7.9.2011 kl. 20:43

4 Smámynd: hilmar  jónsson

Málið er bara Kolbrún, hverja innan flokksins ?

Hér munu berjast öfga hrunhirð Davíðsarmsins og hófsamari armurinn.

hilmar jónsson, 7.9.2011 kl. 22:42

5 Smámynd: hilmar  jónsson

Flokkurinn er jú klofinn, þú mannst...

hilmar jónsson, 7.9.2011 kl. 22:46

6 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Hilmar, fjórflokkarnir eru allir klofnir - illilega. Enginn þeirra er stjórnarhæfur fyrr en þeir hafa flysjað utan af sér og hysjað upp um sig. Sá þeirra hefur vinninginn sem fyrstur kemur skikki á innanflokksmálin.

Kolbrún Hilmars, 7.9.2011 kl. 23:16

7 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þetta yrði keppni tveggja atkvæðaminnstu (í öllum skilningi) "foringja" flokksins um hvor undanrennan sé rjómi flokksins.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 8.9.2011 kl. 00:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband