Vigdís Finnbogadóttir, forseti Íslands, hengdi allar orðurnar á brotamanninn

Gæti það verið að Ólafur Skúlason, fyrrum biskup Íslands, sé sá brotamaður þjóðarinnar sem mest og best hefur verið heiðraður af þeirri sömu þjóð? 

Ólafur Skúlason dómsprófastur fékk Riddarakross árið 1982
Ólafur Skúlason vígslubiskup fékk Stórriddarakross árið 1987
Ólafur Skúlason biskup fékk Stórriddarakross með stjörnu árið 1990
Ólafur Skúlason biskup fékk Stórkross árið 1992

Ólafur Skúlason biskup fékk ekki Stórkrossstjörnu í keðju eins og þjóðhöfðingjar fá!

Vigdís Finnbogadóttir, forseti Íslands, hengdi þessar orður á brotamanninn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvaða brot hafði karluglan orðið uppvís að þegar hann fékk orðurnar???´

Mér sýnist kallinn fyrst hafa breyst í ógeðslegann perra eftir að hann dó og gat ekki með góðu móti svarað fyrir sig.

Það liti allavega betur út fyrir raunveruleg fórnarlömb kynferðisafbrotamanna ef þeir væru kærðir á meðan þeir eru á lífi.

Ég vona allavega að það komi ekki fram einhverjar kellingar eftir að þú hrekkur uppaf og úthrópi þig sem einhvern dónakall og uppskeri smá aur fyrir.

Þetta þjóðfélag er orðið ansi sjúkt.

Alfreð (IP-tala skráð) 8.9.2011 kl. 13:30

2 Smámynd: Björn Birgisson

Ólafur Skúlason var bæði borinn sökum fyrir andlát sitt og eftir það.

Björn Birgisson, 8.9.2011 kl. 14:03

3 identicon

Hvernig hefði verið að hengja Ólaf biskup á allar þessar orður?

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 8.9.2011 kl. 14:17

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ég er eiginlega sammála Alfreð hér að ofan því eftir dauðann eru menn ósnertanlegir en eftirlifandi aðstandendur líða.

Það á að hafa slík mál á hreinu, líkt og gerðist hér áður fyrr þegar lýsa þurfti þrisvar með hjónum fyrir giftinguna á þeim forsendum "að lýsa þurfi meinbugum fyrir athöfnina eða þegja ella um alla framtíð".

Björn, Vigdís hengdi að vísu orðurnar á karlinn, en Orðuveitinganefnd er ábyrg.

Kolbrún Hilmars, 9.9.2011 kl. 15:32

5 Smámynd: Björn Birgisson

Mér skilst að forsetinn hafi vald til að fara að tillögum Orðuveitinganefndar, einnig vald til að hafna þeim.

Björn Birgisson, 10.9.2011 kl. 12:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband