Blautlegur kveðskapur í tvennum skilningi

Bjarni sofa frækinn fer,
fús í kofann ganga.
Auðgrund lofar álma ver
oft í klofið svanga.

Höfundur:
Eiríkur Pálsson (Prjóna-Eiríkur) (1825-1900)

Vappar kappinn vífi frá
veldur knappur friður
happatappinn honum á
hangir slappur niður.

Höfundur:
Jörundur Gestsson á Hellu (1900-1989)

Þó sundur bræðist himna hæð,
hafið flæði, titri lönd,
mín skal blæða ballar æð
blíð ef þæði menja strönd.

Höfundur:
Guðbrandur Jónsson Fjeldmann (fæddur um 1750)

Ég drekk fremur faglega
og fer ekki yfir strikið
þótt ég drekki daglega
og drekki stundum mikið.

Höfundur:
Haraldur Hjálmarsson frá Kambi (1908-1970)

Ég hætti að drekka í hálfan mánuð hérna um daginn
til að reyna að tryggja haginn
og til að koma reglu á bæinn.

Höfundur:
Haraldur Hjálmarsson frá Kambi (1908-1970)


Af tilhlökkun titrar minn barmur,
ég trúi að sálinni hlýni
er hátt lyftir hægri armur
heilflösku af brennivíni.

Höfundur:
Haraldur Hjálmarsson frá Kambi (1908-1970)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Emilsson

Frábært nafni. Betur væri að fleiri gætu tjáð sig á þennan hátt

Björn Emilsson, 8.9.2011 kl. 21:21

2 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þegar ég bjó á Siglufirði kynntist ég gömlum manni sem var góðvinur Haraldar frá Kambi.

Hann sagði mér frá því, að eitt sinn hafi einhver verið að atast í Haraldi og Haraldur kvað; 

"Þessi kjáni þykist maður.

 en það held ég ekki,

 því hann er ekki ósvipaður, 

 öðrum kjána sem ég þekki."

Eitthvað vildi maðurinn ögra Haraldi meira, en á endanum fór að þykkna í Haraldi og hann sagði;

"Kjáninn að mér gerir gys,

þótt gáfaður sé ég drengur,

nú hlífi ég ekki helvítis,

hálfvitanum lengur." Svo réðst Haraldur á manninn og hafði víst ekki mikið fyrir því að veita honum ráðningu.

Haraldur virðist hafa haft þá náðargáfu að geta haldið uppi samræðum heilu kvöldin í bundnu máli, en slíkt er ekki mörgum gefið. Svo orti hann fallegt kvæði um móður sína látna, en ég man það ekki nógu vel til að geta farið með það. Haraldur var merkur maður, sem þurfti að lúta í lægra haldi fyrir Bakkusi.

En vísurnar eftir hina eru líka mjög góðar.

Jón Ríkharðsson, 8.9.2011 kl. 22:49

3 Smámynd: Björn Birgisson

Þakka innlitin Björn og Jón Ragnar!

Björn Birgisson, 8.9.2011 kl. 23:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband