Jóhanna Sigurðardóttir teygir á tíma sínum

Ekki skil ég þá ákvörðun Jóhönnu Sigurðardóttur að ætla að bjóða sig áfram fram til formennsku í Samfylkingunni.

Hún er orðin fullorðin, mjög erfið ár að baki, þar sem hún hefur bæði fengið óverðskuldaða og verðskuldaða gagnrýni á störf sín og yfirlýsingar.

Núna væri rétti tíminn fyrir hana að stíga til hliðar.

Það ætlar hún greinilega ekki að gera.

Hún er líklega að ofmeta stuðning þjóðarinnar við verk sín.

Hann er ekkert til að hrópa húrra fyrir.

Bent hefur verið á að arftaki sé enginn innan sjónmáls.

Fyrir þá skoðun gef ég ekkert.

Jóhönnu hlýtur bara að leiðast heima hjá sér!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég er sammála þessu, það gæti hresst upp á ríkisstjórnina að yngja upp í forystu Samfylkingarinnar.

Hvað varðar meinta foringjakreppu í Samfylkingunni, þá er hún síst meiri þar en í öðrum flokkum. Eru einhverjir augljósir arftakar formanna hinna flokkana í sjónmáli?

Svo er hún Þórunn Sveinbjarnar blessunarlega horfin á braut og inn á þingið kominn Lúðvík nokkur Geirsson, það hefur fram að þessu þótt nokkur foringjabragur á honum.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 10.9.2011 kl. 14:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband