Krónan er varla eyris virði

Ekki hægt að bjóða lengur upp á krónuna. Þetta er auðvitað hárrétt hjá Þorgerði Katrínu.

Krónan er fyrir löngu orðin að krabbameini Íslands. Það vita allir, en til eru þeir sem þverskallast við að viðurkenna þá staðreynd, ekki hvað síst er þá að finna í flokki Þorgerðar Katrínar.

Langflest þjóðfélagsmeinin okkar eiga rætur í krónunni. Verðbólgan, verðtryggingin, gjaldeyrishöftin, óstöðugleiki atvinnulífs og vinnumarkaðar.

Krónan er böl. Kveðjum hana.


mbl.is Ekki hægt að bjóða upp á krónuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Hlálegast er að óðum styttist í að krónan verði viðstödd jarðarför evrunnar Björn!  Hið sósíaldemókrataíska
óstjórnarfarsmein fyrr og síðar hefur hins vegar verið okkar helsta böl!  ÚTHÝSUM HONUM SEM FYRST úr
íslenzkum stjórnmálaum TIL FRAMBÚÐAR!  EES-ruglið skóp m.a bankahrun og þjóðfélagsbölið í dag, ástfóstur
hinna þjóðfjandsömu sósíaldemókrata, sem ætla svo nú að toppa bölið og fara með Ísland inn í hið gjörspillta
deyjandi Evrópusamband.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 14.9.2011 kl. 13:39

2 Smámynd: Björn Birgisson

Hófsemi Guðmundar Jónasar er til mikillar fyrirmyndar og eftirbreytni, að ekki sé nú minnst á ættjarðarástina og þjóðernishyggjuna.

Björn Birgisson, 14.9.2011 kl. 13:47

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Já satt segir þú Björn, svona getur nasisminn orðið hófsamur og fallegur með því einu að mála hann grænan.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 14.9.2011 kl. 14:52

4 identicon

Guðmundur Jónas,  hvar eru kratar við völd í ríkjum ESB?

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 14.9.2011 kl. 15:37

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Við þurfum nýjan gjaldmiðil!

Evran er rúmlega miðaldra meðal við meðalævilíkur gervigjaldmiðils.

Sem sagt gamall gjaldmiðill og strax byrjaður að hrörna.

Nýr gjaldmiðill má heita hvað sem er, en hann þarf að vera öðruvísi.

Evran er alls ekkert öðruvísi, en hinir, heldur aðeins stærri og frekari.

Guðmundur Ásgeirsson, 15.9.2011 kl. 02:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband