Eiga bara útlendingar að fjárfesta á Íslandi? Hvað með innlenda athafnamenn?

Landsbankinn er stútfullur af peningum sem bankinn vill lána til fjárfestinga í landinu, segir bankastjórinn Steinþór Pálsson.

Vonandi hefur Vilhjálmur Egilsson, formaður Samtaka atvinnurekenda, heyrt þetta.

Í bænum sínum biður hann um fjárfestingar að utan eða frá ríkisstjórninni.

Nú gæti hann hvatt sitt fólk til að fara í Landsbankann, slá þar lán til arðbærra framkvæmda til að hressa upp á atvinnulífið.

Ef innlendir atvinnumógúlar sýna ekki gott fordæmi, því skyldu þá erlendir kollegar þeirra hugsa til Íslands?


mbl.is Viðunandi arðsemi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Eftir þessa yfirlýsingu bankastjóra Landsbankans þá eru Vilhjálmur og SA í nokkrum vanda. Þeir geta ekki lengur kennt bönkunum um hægaganginn. Það skyldi þá ekki vera að SA sé allan tíman frá hruni búið að vera í pólitískri handbremsu, meðan þeir grétu úr sér augun. 

Axel Jóhann Hallgrímsson, 14.9.2011 kl. 20:43

2 Smámynd: Björn Birgisson

Axel Jóhann, góður punktur!

Björn Birgisson, 14.9.2011 kl. 20:50

3 Smámynd: hilmar  jónsson

Innlendir athafnamenn eru nú kannski ekki beint hlaðnir trausti þessa síðustu og verstu...

hilmar jónsson, 14.9.2011 kl. 21:21

4 Smámynd: Durtur

Hvaða hvaða, Hilmar; víst njóta þeir trausts hjá bönkunum... sumir njóta meira að segja "sérstaks" trausts, sem þýðir--ef ástkæra/ylhýra bregst mér ekki--að þeir séu sérstaklega traustverðugir. Þetta hljóta því að vera miklir mektarmenn með óflekkuð orðspor--ekki svikahrappar, bófar eða annarskonar kúkalabbar sem vitandi vits mundu knésetja eigin þjóð til að eiga fyrir flottari umgjörð á einglyrnin sín. Svoleiðis labbakútum verður ekkert ágengt í henni tilverunni, sjáðu til, og enskis sérstaks trausts mundu þesskonar menn njóta hjá vel reknum fjármálastofnunum frónverja.

Durtur, 15.9.2011 kl. 04:19

5 identicon

sorry hvaða hlutafé er maðurinn að tala um, er einhver hlutabréfamarkaður hér á landi

valli (IP-tala skráð) 16.9.2011 kl. 17:59

6 Smámynd: Björn Birgisson

Hlutafé?

Björn Birgisson, 16.9.2011 kl. 18:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband