Hvernig ríkisstjórn vilja kosningasnapar fá?

Má bjóða þér helmingaskiptastjórn D&B (Dánarbúsins)? Viltu vekja þann draug upp frá dauðum? Það gæti hæglega orðið möguleiki næst þegar kosið verður. Hér er hugmynd til að skoða með opnum hug að sjálfsögðu. 

Birkir Jón Jónsson viðskiptaráðherra,

Guðlaugur Þór Þórðarson velferðarráðherra,

Hanna Birna Kristjánsdóttir forsætisráðherra,

Einar Kristinn Guðfinnsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,

Vigdís Hauksdóttir menntamálaráðherra,

Gunnar Bragi Sveinsson iðnaðarráðherra,

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra,

Eygló Harðardóttir umhverfisráðherra,

Ólöf Nordal innanríkisráðherra,

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson utanríkisráðherra.

Þarf Ísland svona stjórn?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Lán að vera ekki nýbúinn að borða

Axel Jóhann Hallgrímsson, 19.9.2011 kl. 22:22

2 Smámynd: Haraldur Hansson

Hvað er "kosningasnapi"?

Það veit enginn fyrirfram hverjir verða í boði fyrir flokkana - mannabreytingar voru mjög miklar í síðustu tvennum kosningum. Við vitum ekki heldur hvaða ný framboð kunna að koma fram. Eigum við ekki að hinkra með að mynda stjórn. Gera þetta í réttri röð. 

  1. Rjúfa þing og boða til kosninga.
  2. Framboð, kynning, kosningar.
  3. Úrslit - stjórnarmyndun.

Í lýðræðisríki ætti það að vera megin regla að vera aldrei hræddur við að kjósa. Ekki óttast þjóðina. Ekki óttast lýðræðið. Ekki ákveða úrslitin fyrirfram. Ef stjórn missir traust kjósenda á hún að víkja og að boða hiklaust til kosninga (sama hvaða flokkar eiga í hlut). Láta síðan lýðræðið hafa sinn gang.

Haraldur Hansson, 20.9.2011 kl. 00:15

3 Smámynd: Björn Birgisson

Það verður kosið í apríl 2013. Fyrr ef stjórnin missir meirihlutann. Sé það ekki gerast á næstunni. Þessi færsla mín er meira til gamans gerð. Við vitum hvað við höfum, en vitum ekki hvað við fáum. Benti á einn möguleika af mörgum.

Björn Birgisson, 20.9.2011 kl. 11:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband