Ólafur Ragnar á að hætta á Bessastöðum og einhenda sér í að bjarga heiminum með öllum hinum stórmennunum

Ólafur Ragnar Grímsson forseti á að hafa hlutina eins og Bill Clinton, Al Gore og fleiri góðir menn. Ferðast um heiminn, halda fyrirlestra í háskólum og á ráðstefnum.

Láta ljós sitt skína. Þá líður honum best.

Hann vill vera í útlöndum við slíka iðju, milli þess sem hann spjallar við fjölmiðla, en ekki ráðamenn.

Ríkisstjórnir Íslands sjá um þann þáttinn, enda erfiðari.

Þar sem Ísland er orðið nokkrum númerum of lítið fyrir kappann, er eðlilegt að hann söðli um, hætti á Bessastöðum og einhendi sér í að bjarga heiminum.

Hann er á ævilaunum hjá þjóðinni.

Það er alveg nóg. Aðrir geta greitt ferðakostnaðinn.

Varla gerir hann það, er ekki þannig maður.

Frekar en aðrir fæddir og uppaldir í jötu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ég vil hafa Ólaf eins lengi og hann endist. Ólafur hefir gert gott fyrir þessa þjóð síðustu árin og vona að hann lifi sem lengst í forsetaembættinu.

Valdimar Samúelsson, 20.9.2011 kl. 12:43

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Segi sama og Valdimar; Ólafur má vinna sem lengst fyrir kaupinu sínu. Okkar hagur - ekki hans.

Svo er nóg fyrir okkur að hafa einn forseta á ævi-eftir-launum þótt ekki bætist við annar slíkur og sá þriðji (nýr) í embætti.

Kolbrún Hilmars, 20.9.2011 kl. 14:54

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Fyrir þá sem sjá Ísland ekki fyrir sér án Ólafs Ragnars þá er þetta lausnin:

Axel Jóhann Hallgrímsson, 20.9.2011 kl. 15:48

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ólafi fer kórónan vel. :)

En það er yfrið nóg af kóngafólki í ESB svo að líklega opnast okkur ekki það gullna hlið ef við höfum slíka búbót í farteskinu. Höldum okkur bara við forsetafyrirkomulagið...

Kolbrún Hilmars, 20.9.2011 kl. 18:00

5 identicon

Gott að vita af manni á Bessastöðum sem ber hag landsins fyrir brjósti hanns hlutverk er að vera öryggisventill fyrir þjóðina þegar óhæfir menn sem ganga erinda útlendinga komast í stjórnaráðið fyrir fjölmiðlaáróður og svik og við þessar aðstæður ætti Forsetinn umsvifalaust að nýta 24.gr stjórnaskrarinnar og rjúfa þing og boða til kosninga

Örn Ægir (IP-tala skráð) 20.9.2011 kl. 18:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband