Kreppan í menningarlífinu er rétt að byrja. LA, LR og Þjóðleikhúsið munu þurfa að skera starfsemi sína niður um 50-75% á næstu árum.
Heiðurslaun listamanna munu nánast hverfa (Þráins líka) og listamannalaun frá Alþingi verða dregin saman, ekki síður en framlögin til leikhúsanna.
Listaháskóli Íslands, Kvikmyndaskólinn og fleiri slíkir munu fara áratugi aftur í framlögum.
Sinfónían gerð að kvintett, fámennishljómsveit eða lögð niður.
Af hverju allt þetta?
Til að bjarga mannslífum á heilbrigðisstofnunum að sögn.
Til að leiðrétta sjálftökurugl þeirra sem ekki framfleyta sér.
Til að rýma til fyrir nýjum gæðingum í ríkisjötunni.
Til að þykjast tryggja aflagningu brjálæðisins í ríkisútgjöldunum.
Hringrás sjálftökunnar og heimskunnar.
Sem verður þó aldrei til langframa.
Aðeins mjög tímabundið.
Athugasemdir
Sæll.
Ég er hræddur um að þetta rætist nú ekki hjá þér á meðan núverandi stjórnameirihluti situr. Sveitarfélögin þurfa auðvitað að svara því hvers vegna framlög til lögbundinna málaflokka er skorin niður en ekki til málaflokka sem þeim ber engin skylda til að halda uppi. Jón Gnarr býr bara til brandara úr því og þá hverfur málið bara. Við eigum auðvitað skilið það sem við kjósum yfir okkur.
Helgi (IP-tala skráð) 26.9.2011 kl. 21:55
Helgi, þakka þér innlitið.
Björn Birgisson, 26.9.2011 kl. 22:21
Ég sé að þú ferð varlega í að skera niður í stærsta leikhúsinu, en þú nefnir töluna 75%. Það leikhús heldur uppi samræðum, rökræðum og jafnvel hefur það leikhús búið til grundvöllinn fyrir færslu þinni.
Eggert Guðmundsson, 26.9.2011 kl. 23:37
Að minni færslu er enginn grundvöllur. Ég stjórnast alfarið af hughrifum og hugboðum!
Björn Birgisson, 27.9.2011 kl. 00:03
Leikhússtjórinn hérna hjá LA axlaði gríðarlega (að hennar sögn) mikla ábyrgð og rak fjármálastjórann sinn. Þar með hélt hún að málið væri úr sögunni og stóllinn hennar væri tryggur áfram, en sveitalýðurinn lætur ekki leika á sig.
Dexter Morgan, 27.9.2011 kl. 00:05
Satt segir þú Björn. Hughrif og hugboð!
Ég tel að þú sért of mikið vakandi - allt þetta áreiti í loftinu- misskilin skilaboð- eigin túlkun sem myndast í svefnleysinu. Ég er eins og þú-of mikið vakandi og verð hughrifinn af öllu áreitinu!
Ég veit ekki hvort það veit á gott?
Eggert Guðmundsson, 27.9.2011 kl. 00:13
Hugsaðu um styrkinn sem Reykjavíkurborg veitti til gleði þeirra sem eru öðru vísi.- Þessi styrkur hefði farið langt í að borga niður hallann á LA.
Því ekki að sækja styrki til annarra sveitarfélaga í nafni menningar!?
Eggert Guðmundsson, 27.9.2011 kl. 00:46
Ég meðtek. Ég hugsa. Ég þakka.
Björn Birgisson, 27.9.2011 kl. 00:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.