27.9.2011 | 00:49
Þekkir þú þennan eigulega kropp?
"Hóla-Jóna var meðalkvenmaður á hæð, en hún var umfangsmikil um brjóst og herðar, lendabreið og stuttfætt og hún vagaði þegar hún gekk. Höfuðið var miðlungi stórt, hárið frekar stutt, en þykkt, gróft og gljáandi og ljósjarpt á litinn. Ennið var breitt, en lágt, og það var nokkuð langt á milli grárra augnanna. Hún var kjálkamikil og munnvíð og varirnar í þykkara lagi. Tennurnar voru breiðar. Hún var alls ekki ljót eða ógeðsleg, en hún var lurksleg og maður hefði getað látið sér detta í hug að skaparinn hefði skilað henni í hasti til bráðnauðsynlegrar brúkunar ........"
Hver þekkir þennan kropp?
Hver er höfundur textans?
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Höfundurinn myndi vera Guðmundur Gíslason Hagalín.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 27.9.2011 kl. 01:08
Mikið rétt, kæri vinur!
Björn Birgisson, 27.9.2011 kl. 01:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.