Samtök atvinnulífsins snökta svolítið duglega núna og minna á sig með snöfurmannlegum hætti.
Hafa ekki allir þokkalega þroskaðir Íslendingar leitt hugann að því hve duglegir fjölmargir félagar SA voru að hjálpa bönkunum að koma þessu þjóðfélagi á hvínandi hausinn?
Það merka hjálparstarf var reyndar ekki rekið fyrir atvinnulífið í landinu.
Miklu heldur réði einstaklingsbundin græðgin þar ferðinni.
Þessir menn kostuðu þannig þjóðfélagið hærri fjárhæðir en ég kann að nefna.
Nú vilja þeir meira frá ríkissjóði!
Miklu meira!
Og láta rétt eins og lausaganga þeirra í þjóðfélaginu sé sjálfsögð!
Athugasemdir
SA eru á kaf í pólitík, engu öðru. Þeir og Foringjalausiflokkurinn snú dyggilega bökum saman í sameiginlegri hagsmunagæslu sinni.
Ég er að lesa núna ævisögu Eysteins Jónssonar, skrifaða af Vilhjálmi Hjálmarssyni.
Þar er vitnað í bréf sem Ólafur Thors sendi Thor Thors bróður sínum, á páskum 1957, hvar Ólafur skammast út í Bandaríkjamenn fyrir að hafa brugðist Sjálfstæðisflokknum með því að loka ekki öllum lánalínum til Íslands þegar vinstri stjórnin (Framsókn, Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag) var mynduð 1956! Fleiri slík dæmi um einkahagsmunagæslu Sjálfstæðisflokksins fyrir sig og sína á kostnað þjóðarhagsmuna eru tínd til.
Einhverjir myndu í dag vita hvað ætti að kalla svona starfsaðferðir, ættu aðrir í hlut!
Axel Jóhann Hallgrímsson, 27.9.2011 kl. 16:55
Blessaður Björn,.
Núna fékk hausinn á naglanum vel að kenna á því.
Og það meira hét ICESave, og þú ætlaðir að borga svo auðþjófarnir gætu haldið áfram að fífla okkur..
Þið hljótið að vera aumingjagóðir þarna suður með sjó.
Enda flottir bátar og góð fiskverkunarhús, síðast þegar ég var þarna að reyna að drekkja mér.
Vona að þú hafir átt gott golfsumar, strákafótboltasumar mitt var fínt.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 27.9.2011 kl. 17:35
Þakka innlitin félagar!
Björn Birgisson, 27.9.2011 kl. 19:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.