Sagði ekki einhver að kjósendur hérlendis væru fífl?

Bylgjan var með könnun sem leiddi í ljós að 3% virða okkar málglaða þingheim.

Allir sjá nú að niðurstaðan er óttalegt bull, en skítt með það.

Árið 2009 voru 227.843 Íslendingar á kjörskrá.

Á kjördegi, þann 25. apríl, kusu 187.183 kjósendur, eða um 83% þjóðarinnar, sem er dágóð kjörsókn, sér 63 fulltrúa á Alþingi.

Af hverju var allur þessi skari að krossa við fulltrúa sem hann vill helst af öllu krossfesta nú?

Ljóst er að þessi sömu 83% bera mikla ábyrgð á 3% vinsældaliðinu við Austurvöll!

Sagði ekki einhver að kjósendur væru fífl?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Auðvitað eru kjósendur og meirihluti þjóðarinnar fífl. Stefnir ekki í orgíu við alþingishúsið á laugardag þar sem reynt skal særa fram hrunöflin á ný svo hægt sé að fara að kyssa aftur á vöndinn af áfrengju..

hilmar jónsson, 27.9.2011 kl. 19:41

2 Smámynd: Björn Birgisson

Skáldlegur Hilmar!

Björn Birgisson, 27.9.2011 kl. 19:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband