Á þjóðin betri kandidata í verkefni og vinnu forsætisráðherra?

Hún stóð sig framar vonum sú gamla á RÚV í kvöld.

Hún er ekki í auðveldasta starfi landsins.

Hún er í vanþakklátasta og erfiðasta starfi landsins.

Hún tók við gjaldþrota búi. Horfði reyndar á gjaldþrotið verða til, án þess að sjá það!

Á þjóðin betri kandidata í þetta verkefni?

Bjarna? Sigmund? Steingrím? Einhvern?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Hún var bara góð hún Jóhanna, Björn.

Nú ætti fólk að fara átta sig á því að núverandi stjórn er það besta sem í boði er í stöðunni.

Snúum mótmælunum á laugardag að aðgerðarleysi gegn bankaræningjunum og útrásarkrimmunum. Allt Sjálfstæðismenn.

hilmar jónsson, 29.9.2011 kl. 21:09

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Auðvitað eigum við betra fólk Björn, en það kemst ekki að á meðan fjórflokkurinn ræður. Hvaða sómakær einstaklingur vill taka þátt í þeim leðjuslag sem flokkspólitíkin er?

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 29.9.2011 kl. 21:17

3 Smámynd: Björn Birgisson

‎1. október. Væntanlega munu margir kjósendur skunda á Austurvöll, mótmæla þar hástöfum og krefjast veigamikilla breytinga á ýmsu sem betur hefur mátt fara. Halda síðan heim á leið og hugsa sér gott til glóðarinnar að kjósa Sjálfstæðisflokkinn næst!

Björn Birgisson, 29.9.2011 kl. 21:19

4 Smámynd: hilmar  jónsson

Ég hvet fólk til þess að koma með skilti með áletrunum þar sem mótmælt er lausagangi banka og þjóðræningja.

hilmar jónsson, 29.9.2011 kl. 21:25

5 Smámynd: Björn Birgisson

Jóhannes, ég er orðinn þreyttur á upphrópunun, mest mínum eigin þó. Er þetta ekki sama vandamálið í öllum löndum? Er ekki flokkaveldið nánast allsráðandi alls staðar? Guðmundur Steingrímsson er með hugmyndir. Hvaða viðbrögð fær hann? Aðhlátur hinna ríkjandi að mestu. Ekki frá mér. Mér finnst margt spennandi í hugmyndum hans. Og hana nú!

Björn Birgisson, 29.9.2011 kl. 21:29

6 Smámynd: Sigurður Antonsson

Hvaða gælur eru þetta í sandfokslandi. Laugardagurinn er ólesinn og óráðinn. Sama er með Guðmund S. sem er senn tilbúinn til fjallgöngu. Frúin stígur fram í Kastljósi án heiðursvarðar. Sigmar er alþýðulegur spyrjandi og góður til að mýkja farveginn.

Sigurður Antonsson, 29.9.2011 kl. 22:17

7 Smámynd: Björn Birgisson

Góður!

Björn Birgisson, 29.9.2011 kl. 22:27

8 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Jóhanna á allt gott skilið enda staðið sig mjög vel. Auðvitað eru ýmsir hnökrar á sumu og hefðu fulltrúar hrunmanna gert nokkuð betur?

Staddur í Skotlandi.

Góðar stundir

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 30.9.2011 kl. 05:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband