Ömurlegar ofsóknir í galdrabrennustíl

Þetta er ömurleg niðurstaða. Ennþá ömurlegri fyrir þá sök að hér er um Landsdóm að ræða, algjörlega óþarft og úrelt fyrirbrigði. Ömurlegast er þó að pólitískir andstæðingar Geirs skuli hafa handvalið hann til að standa í þessum sporum, en kosið að láta allt sitt fólk sleppa, rétt eins og ábyrgð þess sé engin. Ef fólk skammast sín ekki fyrir þetta hátterni, þá kann það ekki að skammast sín og slíkt fólk á ekkert erindi á löggjafarþinginu.
mbl.is Breytir engu um málsmeðferðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ólína Þorvarðardóttir, Skúli Helgason, Helgi Hjörvar og Sigríður Ingibjörg Ingadóttir sýndu sitt rétta skítlega eðli.

Gunnar Th. Gunnarsson, 3.10.2011 kl. 17:08

2 Smámynd: Björn Birgisson

Ekki má heldur gleyma öðrum þingmönnum sem sögðu já við þessari vitleysu.

Björn Birgisson, 3.10.2011 kl. 17:11

3 Smámynd: Sveinn R. Pálsson

Vantar ekki ákæru vegna 55 milljóna greiðslna frá FL Group og Landsbanka. Man ekki betur en Geir hafi lýst ábyrgð á þeim.

Sveinn R. Pálsson, 3.10.2011 kl. 17:14

4 Smámynd: Laxinn

Þetta er hið besta mál fyrir Geir. Þegar hann verður sýknaður af öllum ákæruliðum mun hann standa uppi sem hinn hvítþegni píslavottur og fórnarlamb pólitískra ofsókna, á meðan hinir sem skýldu sér bakvið pólitíska varnarveggi munu verða minnst sem hinir raunverulegu skúrkar sem hlupust undan ábyrgð. Geir ætti í raun að vera hæstánægður með þessa þróun mála, sérstaklega þar sem hann er alsaklaus af öllum ákærum, eða er það ekki annars?

Laxinn, 3.10.2011 kl. 17:23

5 Smámynd: Björn Birgisson

Alls sögðu 33 þingmenn já við ákæru gegn Geir Haarde en 30 sögðu nei.

Já sögðu:
Atli Gíslason, Álfheiður Ingadóttir, Árni Þór Sigurðsson, Ásmundur Einar Daðason, Birgitta Jónsdóttir, Birkir Jón Jónsson, Björn Valur Gíslason, Eygló Harðardóttir, Helgi Hjörvar, Huld Aðalbjarnardóttir, Jón Bjarnason, Jónína Rós Guðmundsdóttir, Katrín Jakobsdóttir, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Lilja Mósesdóttir, Magnús Orri Schram, Margrét Pétursdóttir, Margrét Tryggvadóttir, Mörður Árnason, Oddný G. Harðardóttir, Ólína Þorvarðardóttir, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson, Siv Friðleifsdóttir, Skúli Helgason, Steingrímur J. Sigfússon, Svandís Svavarsdóttir, Valgerður Bjarnadóttir, Vigdís Hauksdóttir, Þór Saari, Þráinn Bertelsson, Þuríður Backman, Ögmundur Jónasson.

Vek sérstaka athygli á Framsóknarmönnum og Samfylkingarfólki í þessum hópi. Þessum saklausu englum!

Björn Birgisson, 3.10.2011 kl. 17:32

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Mér finnst bara sérstaklega athyglisvert hvernig þetta fólk hagaði atkvæðagreiðslu sinni. VGö liðar voru þó samkvæmir sjálfum sér.

Geir H. Haarde verður ákærður og sú ákvörðun tekin með 33 atkvæðum gegn 30. Það vildu 9 þingmenn Samfylkingarinnar.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir verður EKKI ákærð og sú ákvörðun er tekin með 34 atkvæðum gegn 30. Fimm þingmenn Samfylkingarinnar vildu ákæra hana. Fjórir þingmenn flokksins sem vildu ákæra Geir vildu ekki ákæra Ingibjörgu

Árni M. Mathiesen verður EKKI ákærður. Það var ákveðið með 32 atkvæðum gegn 31. Sem sé. Einungis munaði einu atkvæði að hann yrði ákærður. Sjö þingmenn Samfylkingarinnar vildu ákæra Árna. Þar af sex sem ekki vildu ákæra annan hvorn fyrrverandi ráðherra Samfylkingarinnar.

Björgvin G. Sigurðsson verður EKKI ákærður. Þrír þingmenn Samfylkingarinnar vildu ákæra hann, en 9 þeirra Geir og sjö þeirra Árna.

Gunnar Th. Gunnarsson, 3.10.2011 kl. 18:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband