Má bjóða þér helmingaskiptastjórn D&B (Dánarbúsins)? Viltu vekja þann draug upp frá dauðum? Það gæti hæglega orðið möguleiki næst þegar kosið verður. Hér er hugmynd til að skoða með opnum huga að sjálfsögðu. Svona í framhaldi af umræðunum í gær.
Birkir Jón Jónsson viðskiptaráðherra,
Guðlaugur Þór Þórðarson velferðarráðherra,
Hanna Birna Kristjánsdóttir forsætisráðherra,
Einar Kristinn Guðfinnsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,
Vigdís Hauksdóttir menntamálaráðherra,
Gunnar Bragi Sveinsson iðnaðarráðherra,
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra,
Eygló Harðardóttir umhverfisráðherra,
Ólöf Nordal innanríkisráðherra,
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson utanríkisráðherra.
Þarf Ísland svona stjórn?
Athugasemdir
Enginn FR. Gamall IBM kannski?
Axel Jóhann Hallgrímsson, 4.10.2011 kl. 10:24
Birgir Ármannsson ?
hilmar jónsson, 4.10.2011 kl. 12:21
Þetta er náttúrulega hrollvekja. Það þarf að byrja á að senda Vigdísi í grunnskóla, en Tryggvi Þór gæti orðið fínn viðskiptaráðherra, enda kann hann trixin, gæti eflaust töfrað allt fjármagn bankakerfisins ofan í vasana sína á fullkomlega löglegan hátt.
Sveinn R. Pálsson, 4.10.2011 kl. 12:24
Hilmar, ertu með djobb fyrir Birgi?
Björn Birgisson, 4.10.2011 kl. 13:07
Klósettvörður..
hilmar jónsson, 4.10.2011 kl. 13:45
Það klóset yrði ekki mikið notað
Axel Jóhann Hallgrímsson, 4.10.2011 kl. 18:08
Þetta fólk á ekkert erindi í ráðherrastólana enda ber enginn heilvita maður traust til þess.
Leyfi mér því að líta á listann sem n.k. þessu liði til háðungar. A.m.k. tvö nöfn tengjast umtalsverðu braski (Bjarni og Sigmundur), Vigdís hefur ambögur og afglapahátt í fyrirúmi í stað þess að hafa orðatiltök rétt. Guðlaugur þáði mútur, 1.000.000 frá Atorku í kosningasjóð sinn. Einar er sennilega þekktastur fyrir að skilja eftir tímasprengju í Stjórnarráðinu með því að leyfa hvalveiðar.
Um önnur nöfn má sjálfsagt fjölyrða sitthvað en nú látið staðar numið.
Góðar stundir
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 5.10.2011 kl. 18:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.