Skotar myndu örugglega þiggja að hafa íslenska þingmenn, peninganna vegna!

Hæfileikaríkt, hámenntað, reynslumikið og vel virt fólk hérlendis, ræður sig ekki í vinnu fyrir þjóðina, til að þiggja 550 þúsund kall fyrir og linnulaust níð í fjölmiðlum og frá almenningi.

Ef einhver heldur að kosningar muni stórbæta mannvalið á Alþingi, þá fer sá hinn sami algjörlega villur vegar.

Eingöngu meðaljónar munu fást til að leysa núverandi alþingismenn af hólmi.

Meira að segja gæti þjóðin tapað nokkrum greindarvísitölustigum af löggjafarsamkomunni með kosningum.

Ætli ræstingafólk annarra þjóðþinga sé ekki betur launað en okkar þingmenn?

Mætti alveg segja mér það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott kvöld Björn. Þegar laun eru til umfjöllunar á Íslandi veit maður aldrei, allaveganna ekki ég, hvort um brúttó eða nettó laun sé að ræða. Með nettó launum á ég við þá upphæð sem viðkomandi fær borgaða út, eftir að skattar + önnur gjöld hafa verið dregin frá. Sem sagt; fá okkar háttvirtu þingmenn 550 þúsund kallinn greiddan í beinhörðum krónum beint í rassvasann, eða á hann eftir að borga skatta (tekjuskatt + útsvar) af upphæðinni? Svar óskast. Kveðja frá Sviss, HK

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 10.10.2011 kl. 20:40

2 identicon

Sæll Björn.

Það kom að því að við yrðum sammála um eitthvað.

Launakjör þingmanna eru til stórskammar fyrir þjóðina.

Nú eru lögreglumenn alveg ævir yfir sínum launum.

Meðal heildarlaun þeirra með vaktaálagi og meðaltals yfirvinnu eru þó víst samkvæmt fréttum mjög nálægt þingfararkaupinu e'a 545 þúsund á mánuði. Tekið skal fram að sumir þingmenn hafa eitthvað örlítið hærri laun fyrir að vera formenn eða varaformenn nefnda eða annað slíkt, en margir þeirra eru á þessum strípuðu launum fyrir skatta og eru samt stanslaust á milli tannana á fólki og fjölmiðlum og bókstaflega persónulega nýdddir niður af fjölmiðlum.

En það sama á líka við lögregluimenn. Sumir þeirra eru vaktstjórar eða yfirlögreglumenn og vinna meiri yfirvinnu en aðrir og eru því á miklu hærri launum en þessi meðal laun þeirra segja til um. Sumnir þeirra eru líka orðnir aldraðir og vinna litla sem enga yfirvinnu og draga því meðaltalið niður.

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 10.10.2011 kl. 20:41

3 Smámynd: Björn Birgisson

545-550 þúsund eru grunnlaun þingmanna fyrir skatta.

Björn Birgisson, 10.10.2011 kl. 20:53

4 Smámynd: Björn Birgisson

Gunnlaugur, sammála? Eitthvað þurfum við að gera í því máli!

Björn Birgisson, 10.10.2011 kl. 20:54

5 Smámynd: Sigurður Ingi Jónsson

Það eru eingöngu þingmenn á biðlaunum sem fá strípað þingfararkaup. Hinir fá endalausar sporslur.

http://www.althingi.is/vefur/reglur.html

http://www.althingi.is/lagas/nuna/1995088.html

Þarna eru ekki til taldar greiðslur vegna nefnda og ráða, að ekki sé talað um stjórnir eða eftirlaunaréttinn

Sigurður Ingi Jónsson, 10.10.2011 kl. 22:20

6 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Það eru margir með skammarlega lág laun, en allir eru jafn mikilvægir, það sem vantar er jöfnuður!

Eyjólfur G Svavarsson, 25.10.2011 kl. 12:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband