26.10.2011 | 14:24
Fjölelti?
Hefur einelti af hálfu Morgunblaðsins nokkuð verið kannað og mælt? Eða annarra fjölmiðla? Það ætti þá kannski að heita fjölelti!
10% hafa orðið fyrir einelti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég er viss um að Jóhanna Sigurðardóttir hafi tekið þátt í þessari könnun og sagzt hafa orðið fyrir einelti af hálfu allrar þjóðarinnar eins og hún leggur sig.
Vendetta, 26.10.2011 kl. 14:31
Ég hef ekki orðið var við einelti af hálfu Morgunblaðsins. Hins vegar er það vaninn hjá sorpblaðinu DV að leggja saklaust fólk í einelti og samtímis sleikja sér upp við ákveðna glæpamenn. Náhirð og heykvíslahjörð Reynis Traustasonar og hyskis hans svífast einskis þegar boðið er upp á einelti.
Vendetta, 26.10.2011 kl. 14:37
Leggur Mogginn Jóhönnu og Steingrím ekki í einelti? Mér finnst svo vera.
Björn Birgisson, 26.10.2011 kl. 16:39
Ríkisstjórnin leggur þjóðina í einelti. Svo mikið er víst!
anna (IP-tala skráð) 26.10.2011 kl. 17:14
Sæll Björn; sem aðrir gestir, þínir !
Björn !
Hvernig heldur þú; að fólkinu sé innan brjósts, sem Jóhanna og Steingrímur - sem fyrirennarar þeirra, hafa hrakið / eða eru að hrekja, úr landi, þessi miss erin - og að undanförnu ?
Afsakaðu mig; Björn Birgisson, en stundum hvarflar að mér, að þú hafir einhvers staðar, misst niður þráðinn, í þeirri atburðarás. sem yfir Ísland hefir gengið, undanfarin 3 ár - og; reyndar, mun lengur.
Í Apríl - Júní; s.l., tóku sig upp, héðan að austan, hjón á fimmtugs aldri, með 3 börn sín (á unglingsaldri; 2 þeirra), og héldu utan, til Noregs - mikið vina fólk mitt, sem félagar, fjölskyldufaðirinn; lærður vélfræðingur. Höfðu þau bæði; áður misst sörf sín, hérlendis.
Því; þykir mér gæta nokkurrar kaldhæðni, í vorkunnarorðum þínum, til handa Jóhönnu og Steingrími; Ísfirðingur góður.
Með beztu kveðjum; öngvu að síður /
Nefni einungis; eitt fjölda dæma, um þá öfugþróun, sem orðin er hér - og hefir verið reyndar; frá því tímaskeiði, sem hinir afleitu : Davíð Oddsson / Jón Baldvin Hannibalsson og Halldór Ásgrímsson, fengu lausa tauma, til þess að koma öllu hér, til verstu vegu, sem afleiðingar staðfesta.
E.s. Óvænt nokkuð; að sjá Vendetta, einn helzta útbreiðara, fagnaðarerinda Jóns Vals Jenssonar, hér gestkomandi, á síðu.
En; fátt má víst fortaka, í veröldinni, svo sem.
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 26.10.2011 kl. 17:18
Góðan og blessaðan daginn, lesendur og skrifarar á þessum ágæta ritlingi.
Sumir virðast halda að það taki nokkra mánuði að byggja upp gott efnahagslíf, en því fer víðs fjarri. Jafnvel Styrmir Gunnarsson viðurkenndi þetta nýlega og sagði að það tæki miklu lengri tíma en 3 ár að ná okkur út úr áhrifum hrunsins og byggja upp að nýju.
Það er því algjörlega óraunsætt að bera okkur saman við Noreg, enda hafa vinstrimenn verið þar í áratugi að byggja upp gott og traust efnahagslíf og velferðarkerfi.
En vonandi mun á endanum takast að byggja upp slíkt kerfi hér á landi, ef til þess fæst vinnufriður.
Sveinn R. Pálsson, 26.10.2011 kl. 17:33
Björn, ertu nokkuð með Email? Ég þarf að koma til þín upplýsingum.
Sveinn R. Pálsson, 26.10.2011 kl. 17:41
Óskar Helgi: Ég er alls staðar og hvergi.
Vendetta, 26.10.2011 kl. 17:44
"Leggur Mogginn Jóhönnu og Steingrím ekki í einelti? Mér finnst svo vera."
Nei, Mogginn leggur ekki ríkisstjórnina í einelti. Réttlætanleg gagnrýni, já. Einelti, nei.
Ef Jóhanna og Steingrímur þola ekki gagnrýni, þá ættu þau að reyna að gera eitthvað rétt. Bara pínulítið til að byrja með. Þjóðin er enn að bíða eftir 3 ár og er löngu búin að missa þolinmæðina.
Vendetta, 26.10.2011 kl. 18:17
E-mail: n10@simnet.is
Björn Birgisson, 26.10.2011 kl. 18:26
Óskar Helgi! Ég hef enga þræði til að missa.
Björn Birgisson, 26.10.2011 kl. 18:29
Komið þið sæl, á ný !
Sveinn Rosenkrantz !
Með fullri virðingu; fyrir sjónarmiðum ykkar Styrmis Gunnarssonar, að þá tel ég ógjörning, með þann mannskap, sem hér ræður ríkjum í dag - flokkanna 4ra, að byggja upp viðunandi efnahags- og mannlíf, á ný.
Sé fremur fyrir mér; hjálp frá Mið- og Suður Ameríku - sem og Asíu og Eyjaálfu, til þeirra hluta, miklu fremur.
Hvað Noreg varðar; er hann ekkert upphaf / né endir alls; þér, að segja.
Persónulega; kysi ég mér fremur búsetu, suður í Argentínu - eða þá; austur í Mongólíu, með langfrændum mínum þar, kæmist ég héðan, heill og óskaddur alla vega, því lengra frá Íslandi núverandi ástands, því betra, hygði ég vera.
Ég á systkini; búsett í Svíþjóðu og Danmörku, en í hvorugu þeirra landa, kærði ég mig um að búa, fremur en í Noregi og Finnlandi, svo sem.
Björn !
Sértu þráða laus; skal svo vera, Golfmeistari knái.
Vendetta !
Auðvitað; átti ég að muna, hversu víðförull þú værir, hér á Mbl. síðum - sem víðar, ágæti drengur.
Með; þeim sömu kveðjum, sem fyrri /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 26.10.2011 kl. 20:07
Það kvað vera gott sauðland í Argentínu, en efnahagshrun hafa verið þar til muna tíðari en hérlenis. Vænti ég því þess, að þar eins og hér, verði menn að stóla á sjálfa sig, í stað þess að einblína stöðugt á stjórnvöld og bíða þess að þau komi og bjargi öllu.
En því miður er margur íslendingurinn orðinn þannig innstilltur, að hann bíður þess bara með hendur í skauti, að ríkið komi og bjargi öllu. Sérstaklega á þetta við um "hægrimenn" svokallaða eða "frjálshyggjumenn", en svo kallast stóðið, sem jók hér ríkisumsvif úr 33% upp í 50% af VLF.
Sveinn R. Pálsson, 26.10.2011 kl. 22:16
Komið þið sæl; sem fyrr !
Sveinn Rosenkrantz !
Argentínumenn; mega í dag, þakka sínum sæla fyrir, að hafa hent Alþjóða gjaldeyrissjóðnum á dyr - þó það kostaði þá all miklar þrengingar, um stund, á sínum tíma.
Þar; eins og hér, höfðu stjórnmála- og græðgisöfl ýmis, komið landi og fólki, all hastarlega, fram að bjargbrúninni, sem kunnugt er.
''Hægrimennn'' (lesizt; miðju moðs bullur) - frjálshyggjumenn - Kommún istar; sem aðrir hérlendir, aftur á móti, fá að vaða elginn, sem aldrei fyrri - og litlu hefði breytt, þó svo flónin, sem frá fóru, þann 1. Febrúar 2009, hefðu setið áfram, sé mið tekið af þeim ósköpum, sem við tóku (Jóhanna og Össur; fyrrum liðsmenn Haarde, mættir minnast þess, Sveinn) - sem gáfu vogunar sjóðum og öðrum peninga fylliröftum þá fjármuni, sem íslenzkum almenningi bar að fá, til leiðréttingar, sinna mála. Gleymdu því ekki heldur, Sveinn.
Verðtrygging; þeirra Gylfa ASÍ eiganda - Vilhjálms Egilssonar - Jóhönnu og Steingríms, átti að falla niður; STARX, Haustið 2008 - Síðasta lagi; Veturinn 2009 !
Verðtrygging á laun; var afnumin, 1983/1986 - og þar með var tíma sprengja sett af stað, óháð atburðarásinni 2008, reyndar.
Eldri kynslóðir; voru að greiða 3 - 400 krónur, í klinki, af gömlu Húsnæðis málastjórnar lánunum - yngri kynslóðir; að burðast með (og sumir enn)með tuga Þúsunda króna afborganir, á hinum ársfjórðungslegu gjalddögum.
Hvernig; gat annað farið, Sveinn ?
Íslandi er; mögulega, bezt komið, úr þessu - sem Cantónu í Sviss / eða þá, sem Khanati, austur í Kazakhstan, fari sem nú horfir, sýnist mér, alla vega.
Ískalt mat mitt; að minnsta kosti. Engin er; þjóðernistilfinning mín, enda liggja rætur mínar, að hluta, lengst austur í Asíu - og þar með get ég Alþjóa sinni kallast, miklu fremur, úr þessu.
Með; hinum sömu kveðjum - sem áður /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 26.10.2011 kl. 23:53
"En því miður er margur íslendingurinn orðinn þannig innstilltur, að hann bíður þess bara með hendur í skauti, að ríkið komi og bjargi öllu."
Ég er nú bara að bíða eftir að ríkisstjórnin hætti að klúðra málunum svo að hin kúgaða alþýða geti haldið áfram með líf sitt.
Vendetta, 27.10.2011 kl. 09:20
Sæl; á ný !
Vendetta !
Þakka þér fyrir; að bæta því við (í athugas. nr. 15), sem ég vildi sagt hafa, í niðurlagi mínu, til Sveins Rosenkrantz, hér ofar.
Hinar sömu kveðjur - sem seinustu /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 27.10.2011 kl. 12:23
Stemmir ekki strákar mínir (í ath 15 og 16). Flestir fýlupúkar á ykkar reki (þeir sem eru á móti ríkisstjórninni) nota orð eins og "verklaus ríkisstjórn" eða "duglaus ríkisstjórn" einmitt til að skammast yfir því að ekkert sé gert, enda bíðið þið hægribullurnar eftir því að hið opinbera rétti ykkur bitling, á meðan vinstirmenn vinna sjálfir í því að skapa sér sína framtíð.
Sveinn R. Pálsson, 27.10.2011 kl. 20:06
Komið þið sæl; enn !
Sveinn Rosenkrantz !
Það er á mörkunum; að ég nenni að fara að rifja upp, einn ganginn enn - fyrir þér; hvernig mál hafa þróast hér, að undanförnu ?
Ertu nokkuð; í lélegu jarðsambandi, Sveinn - þessi misserin ?
Bullur hér; bullur þar. Hafir þú ekkert annað til mála að leggja; en leiðin legan orðhengilshátt, skulum við bara sleppa því, að ræða málin frekar, Sveinn minn.
Velti þó fyrir mér; í hverju persónulegur hagur þinn liggi - að verja liðónýt og stór skemmandi stjórnmála ræksni, á hverju; sem dynja kann.
Er það einleikið; hversu samstilltur þú ert þessu fólki - sé mið tekið, af þínum viðhorfum, til Geirs H. Haarde, og Ingibjargar S. Gísladóttur; árin 2008 - 2009, þá, þú samsinntir minni - sem annarra, hörðu gagnrýni, til þeirra ?
Hefi oft; velt fyrir mér sinnaskiptum þínum, fljótlega upp úr Febrúar byrjun, árið 2009, Sveinn.
Ekki þar fyrir; lungann af Lýðveldistímanum (1944 - 2008), þvældust stjórnmálamenn, hinna ýmsu flokka, fyrir mörgum þjóðþrifa verkefnum, ekki hvað sízt, ættu þeir ekki hugmyndirnar sjálfir - heldur; óbreyttur Sjómaður á Vestfjörðum / eða fjárbóndi, norður í Húnavatns- eða Skagafjarðarsýslum, til dæmis.
Saka þig ekki um mennta hroka; af ásetningi þínum Sveinn, en hygg, að þú hljótir að verða að skoða öll mál, í víðara samhengi, áður en þú svarar okkur Vendetta, á þá vegu, sem þú geri hér, að ofan.
Með; öngvu að síður - hinum sömu kveðjum, sem fyrri /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 27.10.2011 kl. 20:25
Hægt miðar, að koma inn hjá þér, Óskar minn, réttum skilningi og þankagangi. Engin sinnaskipti urðu hjá mér í febrúar 2009, enda var tilgangur mótmælanna að koma Haarde stjórninni frá og fá heiðarlega og trausta vinstristjórn, sem gékk eftir.
Varðandi minn persónulega hag, þá hef ég engar skuldaniðurfellingar fengið, eins og flestir aðrir, enda hafði ég aldrei trú á "góðærinu" svokallaða og skuldsetti mig ekki til fjandans, heldur borgaði upp mínar skuldir, meira að segja námslánin. (Aftur á móti er ég með fyrirtæki sem er með fasteignaskuldir.)
Hættu nú kallinn minn, að horfa til stjórnvalda með lausnir á öllu. Menn verða að standa í lappirnar sjálfir.
Sveinn R. Pálsson, 27.10.2011 kl. 21:04
Pass !
Tek ekki; frekari þátt í, að reyna að rifja upp fyrir þér, gang mála, Sveinn.
En; má til að minna þig á, fulkominn manninn - að fyrir þrákelkni Sturlu Jóns sonar bifr. stjóra, ásamt fólki, sem hjálpa vildi til, tókst að grafa upp skjal nokkurt, frá árinu 1798, um skuldaskil, millum lánveitanda og lántaka, útgefnu af Rentukammerinu í Kaupmannahöfn, það sama ár - þar sem til greind var / og er; skylda lánveitanda, að sýna fram á, með óyggjandi hætti, raunstöðu láns/lána, við uppgjör - eða þá, við síðustu afborgun, af höfuðstól, viðkomandi láns.
Skjal; sem enn heldur fullu gildi, sínu.
Það vill nú svo til; Sveinn Rosenkrantz - að vinir þínir, í ráðuneytum samtíma okkar, báru ekki hið minnsta við, að uppfræða landsmenn um réttindi sín, gagnvart ''Banka'' kerfi nútímans.
Að; 213 ára gömul tilskipun, frá Kristjáni VII. Danakonungi, skuli vera lands mönnum hliðhollari, í samtíma okkar - en þær Mél- ráfur, sem þú tignar svo heitt, segir alla þá sögu, sem segja þarf, um samskipti Alþingis og Stjórnar ráðs, við þá samlanda sína, sem þau ÆTTU þó, að vera að þjóna - ekki satt ?
Hægri / vinstri; eða snúningur, skiptir ekki máli - eins og þú hamrar á.
Og; hættu sjálfur, að horfa til okkar óbreyttra, Sveinn.
Ekki; er í okkar valdi - að taka okkur út af vanskilaskrám ofureflisins, vina þinna - það er þeirra SJÁLFRA !
Fyrir hvað; þiggja vinir þínir laun, annarrs ?
Skiljir þú ekki; mína íslenzku, get ég reynt, að rifja það litla, sem ég man, úr Latínunni, hér fyrr meir.
Punktur ! - nema því vitrænni skilningur komi fram, af þinni hálfu, héðan af.
Og; á meðan ég man - vil þakka Birni Ísfirðingi og Golfmeistara, fyrir ágæta gestrisnina, hér; á síðu hans.
Enn; sem fyrr - með sömu kveðjum, sem fyrri /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 27.10.2011 kl. 21:35
Hef oft hugleitt að snúa mér af fyrri krafti að þessu bloggi. Get það ekki. Það gerir flökurleikinn!
Björn Birgisson, 27.10.2011 kl. 21:44
Sæl; á ný !
Björn !
Endilega; hertu upp hugann. Parkodín / Parkodín Forte, auk annarra ágætra efna (inn tekið; með rót sterkum Kaffisopanum - eftir þörfum), m.a., reykjandi : Sígarettu og eða Pípu/Vindil með, hressir hvern og einn, bráðvel.
Þannig að; þeirra hluta vegna, ættir þú að vera fær, í flestan Sjó, síðuhafi góður !
ÓHH
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 27.10.2011 kl. 21:51
Það er mikið offramboð af bloggi, þannig að það hefur engan tilgang að standa í þessu tuði. Sumir eru að leggja ótrúlega vinnu í bloggið, en fáir lesa samt, því svo mikið er í boði, og sjaldan skipta lesendurnir um skoðun við það að lesa blogg annarra, held ég.
En enginn er harðsnúnari en Óskar hér á moggablogginu, það verður að viðurkennast.
Sveinn R. Pálsson, 27.10.2011 kl. 21:59
Er á Facebook, með hátt í um 1400 vini. Þúsundir lesa mig þar. Nenni ekki að druslast í þessari ruslakompu! Nema sem fáséður gestur! Lái mér hver sem vill! Tryggðarvini tek ég þó alltaf í fangið! Þeirra vegna lít ég stundum hér inn!
Björn Birgisson, 28.10.2011 kl. 02:31
Björn, þarftu ekki að fara að hringja inn á Útvarp Sögu? Það eru tugþúsundir að hlusta og frekar lítið um vitræn innlegg þar.
Sveinn R. Pálsson, 28.10.2011 kl. 09:20
Útvarp Saga er ekki fyrir mig. Hlusta aldrei á þá stöð.
Björn Birgisson, 28.10.2011 kl. 11:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.