Fyrsta rjúpnaveiðihelgin að baki. Einn dagur góður, tveir öllu verri víða um landið. Hef heyrt af mönnum sem náðu þó 50-70 fuglum.
Í sölubanninu í fyrra var gangverð á rjúpu 2500-3000 krónur. Væntanlega verður framboð minna í ár. Færri veiðidagar og minnkaður veiðikvóti (sic)!
Í sölubanninu í ár má því gera ráð fyrir að stykkið kosti 4000-5000 krónur!
Ráðlagður skammtur á veiðimann er 5-6 rjúpur!
Hver nennir að galla sig upp, með vopn og verjur, aka langar leiðir, arka sig auman klukkustundum saman í öllum veðrum, fyrir 5-6 rjúpur?
Nei, þá er nú betra að hafa þær 50-150!
Stofninn?
Hinir veiða bara minna, þá reddast hann alveg!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.