Blómstrar eða sölnar Liljan?

Lilja Mósesdóttir virðist vera langvinsælasti þingmaðurinn í könnun eftir könnun. Af hverju og hvað hefur hún gert til að verðskulda þessar vinsældir?

Hún hefur talað og lýst skoðunum sínum og hún yfirgaf VG. Hún ber nánast ekki ábyrgð á neinu í athöfnum stjórnarinnar.

Tillögur hennar hafa ekki verið framkvæmdar og því ber hún aðeins ábyrgð á orðum sínum hvað þær varðar.

Nú segist hún vera tilbúin til að leiða nýtt stjórnmálaafl. Hvers konar afl? Hvert ætlar hún að leita?

Hvar ætlar hún að finna fólkið sem á að manna lista Liljuflokksins? Það er flókið mál að stofna stjórnmálaafl.

Mun Lilju takast það og ná fólki inn á þing? Þetta snýst jú allt um það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Hún fær nóg af fólki í verkalýðshreyfingunni.VG er fyrst og fremst flokkur ríkisstarfsmanna, femínista og fólks sem heldur að það sé listafólk og öfga umhverfisfólk.Samfylkingin er svipaður flokkur nema þar trúir fólk því að landbyggðin sé ómagi og ESB bjargi öllu. 

Sigurgeir Jónsson, 31.10.2011 kl. 21:59

2 Smámynd: Björn Birgisson

Sigurgeir, hver er þinn flokkur? Hverju bjargar hann?

Björn Birgisson, 1.11.2011 kl. 00:19

3 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Lilja hefur verið beitt miklu einelti af forustusauðnum í vg. sem fældi hana úr flokknum af því hún vildi ekki svíkja kjósendur sína eins og hann. Hún mun ábyggilega finna fólk, gott fólk vonandi, þó svo að það virðist vera orðið erfitt.

Eyjólfur G Svavarsson, 2.11.2011 kl. 17:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband