Þjóðaratkvæðagreiðslur eru ekki algengar í heiminum. Heldur fátíðar raunar. 2004 áttu umdeild fjölmiðlalög að fara fyrir þjóðina að mati forsetans. Ríkisstjórn Davíðs vildi það ekki og dró lögin til baka.
Icesave fór svo tvisvar fyrir þjóðina, eins og allir þekkja, í bæði skiptin eftir miklar deilur um réttmæti þjóðaratkvæðagreiðslunnar, vegna eðlis málsins.
Nú eru það gjaldþrota Grikkir. Þeir eiga ekkert Icesave, en þeir þurfa ESB save. Flestum fréttum ber saman um að þeir hafi hegðað sér eins og óvitar í fjármálum. Skulda í allar áttir.
Um hvað ætla þeir að spyrja grísku þjóðina? Hvort hún vilji borga skuldir sínar? Varla. Hvort hún vilji evruna áfram? Það er miklu líklegri spurning og svarið gæti verið forvitnilegt fyrir okkur á skammdegisklakanum, sem eigum stórlaskaða krónu og stefnum kannski að sárlasinni evru.
Kannski.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.