Morgunblaðið er komið í heilagt stríð við Samtök atvinnulífsins og hikar ekki við að beita blekkingum. Segir ályktun SA um að klára ESB viðræðurnar samþykkta með minnihluta atkvæða stjórnar.
Skoðum það. 10 sögðu JÁ. 6 sögðu NEI. 2 sátu hjá.
Held að 3 hafi verið fjarverandi. Það voru því 18 stjórnarmenn sem tóku þátt í atkvæðagreiðslunni á lýðræðislegan hátt.
Hefðu hinir 3 fjarverandi mætt og allir sagt NEI, hefði tillagan samt verið samþykkt með 10 - 9 - 2.
Sannleiksástin er ekkert að kæfa NEI sinna í ESB málinu. Eða hvað?
http://www.sa.is/frettir/almennar/nr/5352/
Athugasemdir
Þegar 21 fulltrúi á sæti í stjórn SA og 10 samþykkja tillögu, 6 eru á mót, 2 treysta sér ekki til að samþykkja tillöguna og 3 höfðu ekki kost á því að kjósa þá gerir þetta alls 12 manns þannig að það liggur alveg í augum uppi að þessir 10 manns sem samþykktu tillöguna eru minnihluti stjórnar SA.
Annars er stjórn SA umboðslaus í þessu máli. Enginn nýleg könnun hefur farið fram um raunverulega afstöðu félagsmanna þessara samtaka um afstöðuna til ESB aðildar.
Fyrr á þessu ári byrti Capacent Gallup eina könnun þar sem sýndi að talsverður meirihluti atvinnurekenda væri andvígur ESB aðild, eins og reyndar mikill meirihluti þjóðarinnar er samkvæmt öllum könnunum sem gerðar hafa verið í meira en 2 ár.
Sama má segja um ASÍ Elítuna hún talar algerlega umboðslaus í sínum fílabeinsturni fyrir ESB áróðri sínum.
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 14.11.2011 kl. 11:54
Hvenær urðu réttkjörnar stjórnir félagasamtaka á Íslandi umboðslausar vegna skorts á könnunum?
Björn Birgisson, 14.11.2011 kl. 13:20
Sæll Björn.
Það hefur löngum þótt eðlilegt, sjálfssagt og lýðræðislegt að stjórnir hagsmunasamtaka eða hvers konar annarra félagasamtaka störfuðu samkvæmt umboði og í sátt við meirihluta sinna félagsmanna.
Það gera nú hvorki Stjórnar- Elítur ASí eða SA í afstöðu sinni og mjög svo veikum og hæpnum stuðningi sínum við ESB Helsið !
En þetta er náttúrulega í anda þeirra klíku- og kúgunar stjórnmála sem Samfylkingin hefur ástundað gagnvart Þinginu og þjóð sinni og skirrist ekki við að halda þeim áfram fram í rauðan ESB dauðann.
Ja mikið verður "þeim sem svíkur sína huldumey erfiður dauðinn".
Þá verður samúð mín og margra annarra með þessu úrtölu- og landsölu hyski Samfylkingarinnar akkúrat enginn eða vel undir frostmarki !
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 14.11.2011 kl. 18:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.