Landsdómurinn, samviska Geirs og snöktið í Sólrúnu

 
Æi, þetta fjandans Landsdómsmál. Hefði aldrei átt að koma til í þessari mynd.

Á minni Facebook síðu hefur því verið velt upp að JÁ þingmenn, við ákæru gegn Geir, séu kannski komnir með samviskubit.

Kannski er það svo. Breytir í raun engu. Það mun Landsdómurinn heldur ekki gera.

Hvernig sem fer. Ekkert af því sem hér gerðist verður aftur tekið.

Kannski er Geir Haarde líka með samviskubit! Gæti það verið?

Ingibjörg Sólrún sagðist vera með samviskubit á sínum tíma og snökti í sjónvörpum landsmanna.
Breytti það einhverju?
Nákvæmlega engu fyrir þjóðina.
Þjóðin skiptir öllu máli.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Veistu, mér finnst það reyndar skipta miklu máli að þeir sem stóðu við stjórnvöldin fyrir hrun (hvort sem við stjórn efnahagsmála eða rekstur banka / fyrirtækja) iðrist og biðji þjóðina afsökunar.

Til í að fyrirgefa ýmislegt ef fólk iðrast og sér að sér. En lítið borið á því. Eiginlega meira um að enn verið að gefa manni puttann :-o  Flestir sem báru ábyrgð á því sem gerðist bara "rífa kjaft" og láta eins og þeir séu fórnarlömbin, en ekki þjóðin.  Og sitja flestir á feitum sjóðum meðan "rífandi sinn kjaft".

Það verður ekkert aftur tekið EN það verður að koma í veg fyrir að eitthvað þessu líkt geti gerst aftur.  Til þess þarf fyrst og fremst að koma til hugarfarsbreyting hjá þjóðinni (sem líka bólar reyndar lítið á). En það þarf líka að koma til viðurkenning á því sem fór úrskeiðis, iðrun og fyrirgefning.

ASE (IP-tala skráð) 16.12.2011 kl. 18:39

2 Smámynd: Gunnlaugur I.

Góð grein hjá þér Birgir. En veistu eitt að fyrir ISG á þessum tíma var hroki hennar svo yfirgengilegur að við vorum ekki einu sinni þjóðin hennar.

Gott að hún er nú flutt burt úr landinu með sinn yfirgengilega hroka og yfirlæti.

Kannski að henni fari betur að vera með svona yfirlæti og hroka gagnvart fátæka fólkinu í Kabúl !

Alla vegana mun hroki hennar og yfirlæti virka betur e'a alla vegana eitthvað skár á yfirborðinu alla vegana gagnvart þessu fátæka og stríðshrjáða fólki.

Þó svo að hún muni sjálfssagt sökum hroka síns aldrei öðlast raunverulega virðingu þeirra frekar en annarra !

Gunnlaugur I., 16.12.2011 kl. 20:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband