Ráðherrakapallinn er genginn upp!

 Af umræðunni undanfarna daga má ætla að aðeins lifi tveir sólarhringar af ráðherratíð Jóns Bjarnasonar og Árna Páls Árnasonar. Flestir viðmælendur mínir gera ráð fyrir að í kjölfarið verði ráðherrar aðeins átta.
Þess ber að geta að innan skamms fer Katrín Júlíusdóttir, vonarstjarna Össurar, í barneignarfrí.
Að henni genginni frá stjórnarborðinu, ætti því VG fjóra ráðherra, en Samfylkingin aðeins þrjá!
Það mun aldrei ganga upp!
Það tilheyrir stefnu stjórnarinnar að stofna stórt atvinnuvegaráðuneyti. Upp úr sjávarútvegs-, landbúnaðar-, iðnaðar-, efnahags- og viðskiptaráðuneytunum.
Það mun gerast, en það vantar einn í púsluspilið!
Hver er hann eða hún?
Mín tilgáta er þessi, algjörlega út í bláinn auðvitað, en það er svo margt í pólitíkinni út í bláinn:
Steingrímur mun taka við hinu stóra nýja atvinnuvegaráðuneyti, afsala sér fjármálaráðuneytinu til Samfylkingarinnar, sem mun annað hvort fela það Guðbjarti Hannessyni eða að Oddný Harðardóttir verði kölluð að stjórnarborðinu.
Skjótt skipast veður í lofti!
Áttu betri tilgátu?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Eiginlega væri það besta fyrir þjóðina að ekkert af þessu yrði að veruleika og "Ríkisstjórn Fólksins" springi bara í loft upp með öðrum "flugeldum" um áramótin.  FÓLK ER FARIÐ AÐ ÞRÁ AÐ SJÁ SJÁLFSTÆÐISFLOKKINN OG FRAMSÓKN AFTUR VIÐ STJÓRNVÖLINN, ÞÁ VERÐUR Í ÞAÐ MINNSTA VON TIL AÐ EITTHVAÐ FARI AÐ GERAST HJÁ ÞJÓÐINNI...............

Jóhann Elíasson, 29.12.2011 kl. 21:25

2 Smámynd: Sævar Helgason

"Í það minnsta einhver von að eitthvað gerist hjá þjóðinni"-er sagt

Þetta hefur verið að gerast nú á ári svo dæmi séu tekin:

 6600 fasteignakaupsamningum þinglýst á árinu 2011 með heildarviðskipti upp á 170 milljarða ísk kr og 45% veltuaukningu frá fyrra ári segir sína sögu.

 Fyrir jólin fóru > 5000 manns í jóla innkaup til Boston í USA.

 Jólaverslun meiri en björtustu vonir kaupmanna stóð til.

Sala nýrra bíla er meira en helmingi meiri en í fyrra.

Sævar Helgason, 29.12.2011 kl. 21:33

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

SÆVAR OG ÞETTA HEFUR GERST þrátt fyrir ríkisstjórnina.........................

Jóhann Elíasson, 29.12.2011 kl. 23:29

4 identicon

Stjórnarandstöðuþingmenn leggja allt upp úr að komast í valdastólana nákvæmlega sama hvaða brögðum er beitt. Fullkomið ábyrgðarleysi enda mælist traust almennings á stjórnarandstöðunni innan við 7%.

Ólafur Sveinsson (IP-tala skráð) 30.12.2011 kl. 13:06

5 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Gleðilega hátíð Björn minn. Gaman verður að sjá hvernig spilast úr þessum kapli.

Eyjólfur G Svavarsson, 31.12.2011 kl. 01:04

6 Smámynd: Björn Birgisson

Hann gekk bara ágætlega upp!

Björn Birgisson, 11.2.2012 kl. 16:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband