Ráðist á saklausa meðan sekir ganga lausir?

Stórmerkilegt hvað Davíð Oddsson ætlar að sleppa billega frá hruninu. Hann lék góða karlinn í Landsdómi í gær.

Vissi svo margt og varaði svo oft við!

Lítum nánar á söguna.

Davíð beitti sér af hörku fyrir einkavæðingu bankanna 2002. Var þá forsætisráðherra. Gengdi því embætti til 15. september 2004. Varð þá ráðherra utanríkismála, til 27. september 2005. Þá tók starf Seðlabankastjóra við og úr því var hann hrakinn með látum 2009, eftir að allt var farið til andskotans.

Svo lendir Geir Haarde bara fyrir Landsdómi!

Rétt eins ekkert athugavert hafi gerst á vakt Davíðs, sem þó lagði grunninn að viðbjóðnum og stóð sem Seðlabankastjóri miklu nær bönkunum en nokkur annar maður!

Réttlætið í þessu landi!
Hvernig er það eiginlega?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

þjóðin væri ekki ávonarvöl ef Davíð Oddson væri Fosætisráðherra í dag...

Vilhjálmur Stefánsson, 7.3.2012 kl. 11:31

2 identicon

Rétt Björn. Ef einhver ætti að sitja fyrir Landsdómi, er það afglapinn Davíð Oddsson. Það var ekkert hægt að gera, segja þeir núna, þótt það hafi verið ljóst, þegar á árinu 2005, hvert stefndi.

Þvílík "scatalogy" hjá þessum afglöpum. Sjallarnir eru ótrúlega vanhæfir.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 7.3.2012 kl. 11:42

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Skrifaðir voru staflar af  skýrslum í Seðlabankanum á þessum tíma, sem Mr. Oddson skrifaði undir, þar sem allt var sagt í himnalagi og jafnvel rúmlega það. Mr. Oddson segir núna að ekki hafi mátt segja hlutina berum orðum í svona skýrslum, menn hafi átt að kunna að lesa á milli línanna.

Hverjir kunna að lesa á milli línanna, í svona skýrslum eru það ekki helst þá svokallaðir fjármála "sérfræðingar"? Hverja var þá Davíð Oddson þá að reyna að blekkja, jú  almenning sem átti kannski aleigu sína undir velgengni bankanna.

Er nema von að Vilhjálmur Stefánsson haldi ekki vatni af aðdáun á þessum manni, meistara lygi og blekkinga.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 7.3.2012 kl. 11:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband