Þjóðaríþróttir landans eru margbreytilegar!
Lengi var það glíman. Sokkabuxurnar strengdar. Stigið! Sigtryggur vann!
Svo kom handboltinn. Strákarnir okkar að kljást við stórþjóðirnar.
Svo komu fótboltastelpurnar okkar, berlæraðar í blöðrubólguveðri. Nú er það niðurrökkunin á stjórnmálafólki og öðru fólki sem velst til viðkvæmra stjórnunarstarfa í þjóðfélaginu.
Í ríkisstjórn, á Alþingi, í Seðlabankanum, í stjórnum lífeyrissjóðanna, í bankakerfinu, í dómskerfinu, í LÍÚ forustunni, hjá flokkunum, í sveitarstjórnum, í ráðuneytum og víðar og víðar.
Af því að 1. mai er í dag nefni ég sérstaklega forustu ASÍ. Mörgu fólki er unun að því að sparka fast í forustumenn þeirra samtaka og baktala hressilega í leiðinni.
"Þeir gera ekkert fyrir okkur þessir andskotar!"
"Þeir hugsa bara um eigin hag þessir andskotar!"
Ávallt röklausar upphrópanir reiðs fólks, sem sjaldnast er í takti við raunveruleikann.
Hvað á ASÍ að gera fyrir fólkið umfram það sem gert hefur verið?
Beina byssukjöftum að atvinnurekendum og knýja fram 100% launahækkanir öllum til óbóta og til hruns atvinnulífsins og þjóðlífsins?
Linnulaus, endalaus og ábyrgðarlaus kjaftháttur, ásamt spörkum og höggum neðan beltis, er hin nýja þjóðaríþrótt á Íslandi og í henni er rífandi gangur!
Ekki er ég barnanna bestur þar.
Vek þó athygli á þessu.
Sendi öllum launþegum í landinu bestu kveðjur í tilefni af baráttudegi verkalýðsins.
Þótt 1. mai sem slíkur sé að hverfa í blámóðu minninganna.
Fram eftir síðustu öld var 1. mai einn stærsti dagur ársins.
Athugasemdir
Gleðilegan 1.maí Björn Birgisson! Og allir aðrir landsmenn.
Flest allt í pistli þínum get ég tekið undir.
Eitt er það þó sem mig langar að benda þér á.
Forusta ASÍ eru löngu orðnar nikkudúkkur.
Ásmundur Stefánss. og Gylfi núverandi nikkudúkka
sem segir í gær, daginn fyrir 1.maí að okkur sé best borgið í ESB. og evru. Hann er ekki merkilegur pappír í augum verkamanna.
Hann á að sjá sóma sinn í því að hætta. Tek þvi fram að ég er ekki að slá hann fyrir neðan belti. Sparka vil ég ekki heldur í hann. En það er eitthvað að,.. mikið að.. hjá ASÍ.
Við skulum ekkert ræða um aðrar stofnanir sem þú nefnir í pistli þínum. Við það hækkar blóðþrýstingurinn all verulega.
Kveðja.
Jóhanna (IP-tala skráð) 1.5.2012 kl. 19:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.