Arkitektar og spunameistarar af Guðs náð

Hvað er eiginlega að gerast í lífríkinu?
Fór hring um spýtukofann utanverðan í kvöldsólinni. Sá þvílíkan urmul af kóngulóm, vefjum, hreiðrum og ungviði að líklega er þessi árás á kofann minn gerð af þúsundum, ef ekki tugþúsundum!
Hvað er í gangi?
Eru Sjallarnir að einangra mig með þessum slóttuga hætti? Loka mig bara inni með sterkustu vefjum sem jarðarbúar þekkja! Þeir væru vísir til þess!
Dáist svo að dugnaði smádýranna, að eitrun þeirra vegna er í raun ekki á dagskrá og hefur aldrei verið.
Mitt eina vopn í þessari glötuðu baráttu er gamli bílakústurinn minn.
Þær þekkja hann þessar elskur og glotta við vef þegar þær sjá hann!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband