Er Moggabloggið á góðri siglingu, eða er það bara gamall skuggi af sjálfu sér?

Í gær datt mér í hug að kíkja á gamla Moggabloggið mitt, eftir nokkra fjarveru, svona að mestu. Verð að segja að mér brá nokkuð. Eftir að hafa flakkað um nokkrar bloggsíður, sem fæstar höfðu fengið athugasemdir að ráði, og fylgst með því hvernig forsíðan uppfærist löturhægt, varð mér ljóst að þessi bloggvefur má örugglega muna betri tíð með fleiri gesti og skrifara í haga!

Auk þess ætlaði ég, tölvunördinn að vísu, aldrei að finna Moggabloggið á forsíðu mbl.is. Mikið andskoti er það vel falið þar! Minnir að Árni Matt hafi á sínum tíma heitið bloggurum að inngangurinn í dýrðina yrði gerður sýnilegri. Nú er hann næstum ósýnilegur!

Er ég einn um þessa tilfinningu?

Eru bloggarar hér inni kannski bara himinlifandi með Moggabloggið í heild? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála þér með að það er erfitt að finna bloggið.  Skil ekki af hverju það þarf að fara alla leið niður í mest lesið til að komast þar inn.  Annars hefur bloggið hvorki batnað né versnað að mínu mati.  Allt á svipuðu róli.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.6.2012 kl. 18:50

2 Smámynd: Sævar Óli Helgason

Tsk, tsk, tsk... Æ, greyið mitt varstu einmanna...?

Tíhíhí... Smá grín...

Ég ætla samt að vona að við Íslendingar notum sumarið betur heldur en að hanga á blogginu endalaust... Það er samt fínt að kíkja við af og til hérna eru inná milli algjörir snillingar einsog Ómar, Haraldur Sig og Stjörnufræðivefurinn t.d...

En því miður eru hérna líka svo svakalega margir öfgasinnaðir einfeldningar sem vaða á súðum að flest venjulegt fólk nennir ekki að hleypa blog.is inní líf sitt lengur... (N.b...! Ég veit að ég er langt í frá að vera talinn "venjulegur..." Heh...!)

Ég hef verið að þvælast mikið inná ummælakerfum erlendra fjölmiðla að undanförnu bara mér til skemmtunar... Og ég veit ekki en einhvernvegin virkar það sem er skrifað á t.d enskritungu kurteisara og léttara en það sem er skrifað á íslenskritungu þótt innihaldið sé nokkurnvegin það sama... Það getur náttúrulega verið bölvað bull í mér þar sem enska er mitt annað tungumál... En samt...?!?

Sævar Óli Helgason, 23.6.2012 kl. 19:20

3 Smámynd: Björn Birgisson

Einn helsti skrifari Moggabloggsins er Jón Valur Jensson. Fyrir nákvæmlega einni mínútu var hann með heimsóknir frá 141 IP tölum í dag. Mitt blogg höfðu á sama tíma heimsótt 135 IP tölur. Samt er ég nánast ekkert hér! Held að fólk sé orðið mjög þreytt á þeim öfgamönnum, sem nánast hafa flutt lögheimili sitt á þetta Moggablogg!

Björn Birgisson, 23.6.2012 kl. 19:37

4 Smámynd: Sævar Óli Helgason

Já, ég tók eftir einmitt svipuðu þegar ég byrjaði að blogga hérna, sem var síðastliðin janúar, á undraverðum tíma var bloggsíða mín komin í topp tíu og náði ég upp í sjötta sæti þegar best var... Og það þrátt fyrir að ég hafi nú lítið gert til að gera mig sérstaklega vinsældarlegan, svona í framkomu á blogginu og "lúkki" á bloggsíðunni... Það var samt einsog fólk þyrsti í eitthvað annað, eitthvað nýtt... Enda er endurtekið efni leiðinlegt...

Þó ég t.d hafi mjög gaman af Ómari þá nenni ég ekki að lesa hann aftur og aftur þegar hann dettur niðurí náttúruverndina, sem ég þó skammast mín pínu fyrir að viðurkenna... En samt, endurtekið efni, ég tala nú ekki um predikanir, er bara svo hundleiðinlegt...

Sævar Óli Helgason, 24.6.2012 kl. 08:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband