4.9.2012 | 13:04
Siðlausir fara Fjallabaksleiðina að fjármagni annarra
Er viðskiptasiðferðið í lagi?
Einkafyrirtæki selur afurð sína á 4.390 krónur mánaðarlega, eða 52.680 krónur á ári. Þetta sama fyrirtæki nagar svo þröskulda bankanna árlega og grátbiður um niðurfellingar skulda í formi afskrifta, sem bankarnir deila svo út á aðra viðskiptavini. Jafnframt því liggur svo fyrirtækið í eigendum sínum með grátsatafinn í kverkunum og suðar út aukin hlutafjárframlög. Reksturinn er glórulaus taprekstur og hefur verið svo í mörg ár.
Hvernig er viðskiptasiðferðið hjá þessu fyrirtæki?
Af hverju hækkar það ekki gjaldskrána, til dæmis í 10 þúsund krónur á mánuði og sparar sér grenjuköstin að hluta?
Veit sem er.
Þá kaupir enginn vöruna. Þá er nú betra að fara Fjallabaksleiðina siðlausu að fjármagninu.
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.