Ragnar Önundarson stefndi ekki á þing, hann vildi hreinsa til í flokknum

Eftirfarandi skrifaði ég þann 24. október síðast liðinn vegna framboðs Ragnars Önundarsonar til fyrsta sætis á lista Sjálfstæðismanna í Kraganum:

Framboð Ragnars Önundarsonar.
Hvað vakir fyrir kallinum?
Þrá eftir þingsæti?
Held ekki.
Hann er að benda á að formaður flokksins sé óhæfur vegna fortíðar sinnar á fjármálasviðinu.
Hann er einnig að benda á að flokkurinn eigi að gera upp fortíð sína og aðkomu að hruninu, sem hann kannast undarlega lítið við.
Held að Ragnar Önundarson gangi ekki með þingmann í maganum.
Hann er allt of skynsamur maður til þess.

Nú hefur Ragnar staðfest þessi orð á sinni Facebook síðu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þetta var góð greining hjá þér Björn. En Bjarni segist sterkur eftir afgerandi kosningu!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 12.11.2012 kl. 15:10

2 Smámynd: hilmar  jónsson

Það á eftir að hrikta rækilega í innviðum flokksins fram að kosningum og mér segir svo hugur að Davíð sé ekki alveg að fara að yfirgefa aftursætið.

hilmar jónsson, 12.11.2012 kl. 15:24

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Geturðu linkað á feisið hans Ragnars Björn?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.11.2012 kl. 16:18

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Eða geturðu sett þetta innlegg hans inn hér, ég kemst ekki inn á það á facebókinni, er ekki vinur hans þar. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.11.2012 kl. 17:24

5 Smámynd: Björn Birgisson

"Framboð mitt :
Ég færi þeim 1543 flokkssystkinum sem studdu mig í prófkjörinu kærar þakkir. Þetta fólk veit að flokkshollusta er ekki það sama og foringjahollusta. Ég taldi það skyldu mína að stíga fram og segja það sem ég heyri Sjálfstæðisfólk tala um við eldhúsborðið. Ég skerpti á orðum mínum með því að bjóða mig aðeins fram í fyrsta sæti listans og vita jafnframt að því sæti næði ég ekki. Í það sæti fékk ég þó 533 atkvæði. Þöggunin hefur verið rofin, flokksmenn ræða nú opinskátt um stöðu hans. Vegsemd og virðing Sjálfstæðisflokksins verður mest með því að fara saman við þjóðarhag, sérhagsmunir verða að víkja."

Björn Birgisson, 13.11.2012 kl. 10:13

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk kærlega fyrir þetta Björn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.11.2012 kl. 11:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband