Vafningsfléttan í heild sinni er viðurstyggilegur gjörningur og hreint ekki sá eini

Gerði ekkert rangt, skrifaði bara undir fyrir kallana mína sem voru erlendis.

Braut engin lög.

Segir Bjarni Benediktsson formaður Sjallaflokksins.

Líklega braut hann engin lög, en Vafningsfléttan í heild sinni er viðurstyggilegur gjörningur siðblindra bankamanna og manna úr viðskiptalífinu.

Nú er talað um 15 milljarða tap vegna þessarar einu svikafléttu!

Hvað þá með allar hinar?

Ekki furða að flestir þátttakendur og leikendur í hinu "svokallaða" viðskiptalífi, árin fyrir hrun, skuli hafa flúið land.

Þjóðin mun bera bagga þeirra í áratugi.

Þið megið gjarnan deila þessu sem víðast.

Það sem þjóðin þarf síst á að halda nú er að sofna á verðinum og gleyma þeim skjaldsveinum sem skildu hana eftir á brókinni einni saman.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það má kannski halda því fram að það sé ekki ólöglegt að undirrita pappíra dagsetta aftur í tímann, en siðlaust er það klárlega.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 7.12.2012 kl. 19:25

2 identicon

Sjallabjálfarnir voru á kafi braskinu og spillingunni. Við eigum þetta, við megum þetta. Og löngu fyrir Davíðshrunið voru innherjaviðskipti daglegt brauð. Daglegt brauð. Eða halda menn að Baldur ræfillinn hafi verið sá eini? Við eigum þetta, við megum þetta. Við viljum græða og grilla, grilla og græða. Plebbar og ignorant sauðir.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 7.12.2012 kl. 19:28

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Hann hagnaðist persónulega á þessu. Farið yfir þetta hér og aðalatriðin greind:

http://svennip.blog.is/blog/svennip/entry/1271459/

það er alveg merkilegt að allir fjölmiðlar dragi ekki fram þetta aðalatriði og hamri á í fréttatímum í nokkra daga allaega. Í stuttu máli var allt að fara yfir og ef það hefði gerst hefðu hann og hans menn tapað stórkostlega. Með gjörningnum héldu þeir bréfunum gangandi - og losuðu sig svo við þau meðan þau voru þó einhvers virði. það þýðir ekkert fyrir sjalla að láta svona. það sjá allir til hvers leikurinn var gerður - nema þeir náttúrulega sem vilja ekki sjá það.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 7.12.2012 kl. 22:19

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Og ps. að það er auðvitað rétt sem bent er á í pistli, að almenningur borgar fyrir afglöp þessara manna. þetta lendir allt ó þjóðinni fyrir rest.

Nú, þá geta menn skilið afhverju það var nauðsynlegt að æsa upp kjánaþjóðrembing í innbyggjurum.

Eg sá þetta strax. Eg sá undireins að tilgangurinn var að senda fólk niður í fjöru steytandi þar heykvíslarnar útí tómið útaf engu.

Á meðan gengu Sjallar barasta hlægjandi alla leið í bankann. þessari þjóð er ekki viðbjargandi. Hún er svo stjúpid. því miður. Jú jú, hart að þurfa að segja svona og ekki skemtilegt. Og auðvitað er það ekki í þeirri meiningu að allir sem einn séu stjúpit - en nægilega stór hluti augljóslega. því fer sem fer.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 7.12.2012 kl. 22:34

5 Smámynd: Björn Birgisson

Þakka innlitin.

Björn Birgisson, 8.12.2012 kl. 15:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband