Var þetta helgileikur eða harmleikur í Höllinni?

Helgileikurinn í Höllinni ber nokkurn svip harmleiks.
Tæpur fimmtungur kaus Hönnu Birnu og hún ekki einu sinni í framboði!
Var, að ég held, eini fulltrúinn á 1700 manna og kvenna (70/30) samkomu sem sérstaklega lýsti því yfir að hún væri ALLS EKKI í framboði!
Hvað hefði hún fengið hefði hún verið í framboði?
Hún hefði líklega unnið yfirburðasigur!
Þetta er bara fyndið! Eiginlega algjörlega óborganlega fyndið!
Aumingja Bjarni.
Hann fær að fljóta enn um sinn.
Flýtur á meðan ekki sekkur sagði mætur maður forðum.
Þessi uppákoma mun fara í annála, rétt eins og þegar stuðningsmenn Willum Þórs fóru að kaupa jólagjafirnar og tryggðu Eygló efsta sætið í Kraganum!
Meira svona!
Þetta er svo fyndið og skemmtilegt!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Skopleikur með harmrænu ívafi myndi ég segja.

Formaður sem fær þá útreið að fimmtungur flokksmanna ekki einungis sniðganga hann, heldur kjósa til formanns í stað hans manneskju sem ekki er í framboði ?

Ég man ekki í fljótu bragði eftir álíka háðung og niðurlægingu í Íslenskum stjórnmálum.

hilmar jónsson, 24.2.2013 kl. 18:41

2 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Lítið gleður vesælan,datt mér nú í hug þegar ég les færslurnar hér að ofan. Hvernig er með hana Katrínu litlu nýkrýndan formann VG,sem flokksmenn hennar taka ekkert mark á. Byrja fella þá tillögu sem hún studdi.

Ragnar Gunnlaugsson, 24.2.2013 kl. 20:59

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ragnar Gunnlaugsson, þetta sýnir aðeins að lýðræðið er virkt í VG. Þar er ekki foringjaræði. Fleiri flokkar mættu fara þá leið, ertu ekki sammála því?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 26.2.2013 kl. 09:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband