2.6.2013 | 19:31
Pólitísk skrif Morgunblaðsins eru ekki boðleg ærlegu fólki
Hef keypt Moggann nánast alla mína búskapartíð, eða í hartnær 40 ár.
Alltaf verið alveg þokkalega sáttur við blaðið, en þó aldrei stutt hina pólitísku línu þess.
Talandi um pólitíska línu.
Undir núverandi ritstjórn er hún hreint út sagt ömurleg.
Þar flæða heiftin, hatrið og hefnigirnin út yfir alla bakka.
Mér er það algjörlega óskiljanlegt að rekstraraðilar blaðsins vilji hafa þetta svona.
Það þjónar ekki viðskiptahagsmunum blaðsins þegar áskrifendur hverfa þúsundum saman á braut.
Það þjónar alveg örugglega ekki hagsmunum hins elskaða Sjálfstæðisflokks að vera sífellt með niðrandi skrif um andstæðinga flokksins.
Sagði ég niðrandi skrif?
Átti kannski að vera níðskrif.
Vigdís blessunin Hauksdóttir hélt því fram að einhver eða einhverjir væru á launum við að níða hana niður.
Það kann að vera rétt, en er nú ekki mjög líklegt.
Veit hins vegar um einn sem er á mjög góðum launum fyrir það eitt að níða mannorðið og skóinn af pólitískum andstæðingum Sjálfstæðisflokksins.
Af hverju þarf þetta að vera svona?
Í mínum augum og huga er þetta fyrirkomulag ekkert annað en glórulaus vitleysa.
Hjálpar engum - dregur úr viðskiptum og kyndir undir mannfyrirlitningu.
Alltaf verið alveg þokkalega sáttur við blaðið, en þó aldrei stutt hina pólitísku línu þess.
Talandi um pólitíska línu.
Undir núverandi ritstjórn er hún hreint út sagt ömurleg.
Þar flæða heiftin, hatrið og hefnigirnin út yfir alla bakka.
Mér er það algjörlega óskiljanlegt að rekstraraðilar blaðsins vilji hafa þetta svona.
Það þjónar ekki viðskiptahagsmunum blaðsins þegar áskrifendur hverfa þúsundum saman á braut.
Það þjónar alveg örugglega ekki hagsmunum hins elskaða Sjálfstæðisflokks að vera sífellt með niðrandi skrif um andstæðinga flokksins.
Sagði ég niðrandi skrif?
Átti kannski að vera níðskrif.
Vigdís blessunin Hauksdóttir hélt því fram að einhver eða einhverjir væru á launum við að níða hana niður.
Það kann að vera rétt, en er nú ekki mjög líklegt.
Veit hins vegar um einn sem er á mjög góðum launum fyrir það eitt að níða mannorðið og skóinn af pólitískum andstæðingum Sjálfstæðisflokksins.
Af hverju þarf þetta að vera svona?
Í mínum augum og huga er þetta fyrirkomulag ekkert annað en glórulaus vitleysa.
Hjálpar engum - dregur úr viðskiptum og kyndir undir mannfyrirlitningu.
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það má níða drjúgt á feitum launum og í langann tíma fyrir þær afskriftir sem Mogginn hefur fengið. Og ekki er hægt að segja að ritstjórinn dragi af sér.
hilmar jónsson, 2.6.2013 kl. 22:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.