20.8.2013 | 21:46
Svona samkomu heimsæki ég aldrei aftur
Álpaðist inn á Facebook síðuna "Eftirlit með hlutleysi RÚV."
Þessa sem Frosti framsóknarþingmaður stofnaði, en hefur nú yfirgefið, eða að minnsta kosti stigið niður sem æðsti koppur í því furðulega búri mannfyrirlitningarinnar og hatursins.
Er nánast með óbragð í munni eftir skamma viðdvöl þar inni.
Líklega þarf að stofna sérstaka FB síðu, eða deild inn lögreglunnar, til að fylgjast með því hatursfulla fólki sem þar lætur dæluna ganga um menn, stofnanir og málefni á sérlega ósvífinn hátt.
Svona samkomu heimsæki ég aldrei aftur.
Þessa sem Frosti framsóknarþingmaður stofnaði, en hefur nú yfirgefið, eða að minnsta kosti stigið niður sem æðsti koppur í því furðulega búri mannfyrirlitningarinnar og hatursins.
Er nánast með óbragð í munni eftir skamma viðdvöl þar inni.
Líklega þarf að stofna sérstaka FB síðu, eða deild inn lögreglunnar, til að fylgjast með því hatursfulla fólki sem þar lætur dæluna ganga um menn, stofnanir og málefni á sérlega ósvífinn hátt.
Svona samkomu heimsæki ég aldrei aftur.
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Kíkti á téða síðu eftir að hafa séð þetta blogg þitt og get staðfest að þú ferð með ýkjur og ert sekur um að gera fjallgarð úr mýflugu.
Blogg etfirlitið (IP-tala skráð) 20.8.2013 kl. 23:06
Legg til að þú farir sem oftast inn á þessa síðu - það gefur þér færi á að vera með óbragð í munninum svona á svipaðann hátt og vinstri menn eru með eftir að hafa klúðrað öllum tækifærum síðustu 4 árin og með hroka og yfirlæti hrakið stuðningsmenn sína í burtu - all flesta.
Ólafur Ingi Hrólfsson, 21.8.2013 kl. 03:46
Makalaust að þeir sem vilja neyða menn með ofbeldi til að borga af RÚV kalli þá sem því mótmæla "hatursfulla mannfyrirlítara". Hvernig væri að líta heldur í eigin barm? Af hverju eru menn svona hræddir við að leyfa fólki að ráða sér sjálft og gefa fjölmiðlun frjálsa í þessu landi? Er það ekki ákveðin mannfyrirlitning að vilja það ekki?
Viðar F. (IP-tala skráð) 21.8.2013 kl. 11:47
Hvernig þætti þér ef þú værir skikkaður til að halda þessari síðu uppi Björn? Þætti þér það ekki ósvífið?
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 21.8.2013 kl. 13:33
RÚV er yfirburðafjölmiðill í landinu okkar. Ódýr og góður fjölmiðill, sem aðeins kostar mig 51 krónu á dag, fyrir alla þá þjónustu sem veitt er. Hlutlaus og góður fjölmiðill. Hyrfi hann úr fjölmiðlaflórunni stæðum við fátækari eftir. Sætum þá eingöngu uppi með einkarekna fjölmiðla - þar sem allt er til sölu - fréttaval og birtingar skoðana. Segi NEI takk við því. Aðrir mega mín vegna hafa aðra skoðun á málinu, en minni verður ekki haggað.
Björn Birgisson, 21.8.2013 kl. 14:44
Mega aðrir hafa aðra skoðun en þarf samt sem áður að stofna sérstaka deild innan lögreglunnar til að fylgjast með þeim?
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 21.8.2013 kl. 15:01
70-80% þjóðarinnar treysta RÚV alveg ágætlega. Segir allt sem segja þarf!
Björn Birgisson, 21.8.2013 kl. 15:44
Hvert verður eiginlega hlutverk þessarar sérstöku deildar Björn? Þarf hún gas, gas, gas og meira gas til að verja rúv?
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 21.8.2013 kl. 15:57
Ef þú átt við sérstaka deild innan lögreglunnar - þá var það nú meira sett fram sem táknrænt grín!
Björn Birgisson, 21.8.2013 kl. 16:06
Þegar talsmenn yfirburðafjölmiðils vilja siga lögreglu á fólk þá virkar það eins og grímulaust ofbeldi.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 21.8.2013 kl. 16:22
Skildu hlutina eins og þú vilt Elín. Geri ráð fyrir að þú viljir leggja RÚV niður, á sama tíma og 70-80% landsmanna virða og styðja þá stofnum ágætlega. Væri það þá ekki ofbeldi að leggja stofnunina niður?
Björn Birgisson, 21.8.2013 kl. 16:33
Setjum þetta í þjóðaratkvæði Björn. Með góðum kveðjum til Grindavíkur.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 21.8.2013 kl. 16:46
Í lagi mín vegna. Bestu kveðjur!
Björn Birgisson, 21.8.2013 kl. 17:06
Elín, í guðana bænum, það var enginn að taka þessari línu hans um lögreglueftirlit alvarlega. Það er augljóslega grín.
Einar (IP-tala skráð) 21.8.2013 kl. 21:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.