25.8.2013 | 14:48
Eru engir alvöru ritstjórar á Íslandi?
Dálítið merkilegt að sjá enga undirskrift héðan af Íslandi! Eru hér engir alvöru ritstjórar sem mark er takandi á? Gleymdust þeir eða höfnuðu þeir því að vera með?
"Ritstjórar fjögurra norrænna dagblaða hafa ritað David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, opið bréf þar sem þeir hvetja hann til að vekja til lífs að nýju það góða orð sem lengstum hafi farið af Bretum sem málsvörum fjölmiðla-og tjáningarfrelsis.
Observer birtir bréfið í dag.
Ritstjórar Dagens Nyheter í Svíþjóð, Aftenposten í Noregi, Politiken í Danmörku og Helsingin Sanomat í Finnlandi segja að handtaka Davids Miranda, sambýlismanns Glenns Greenwalds, blaðamanns Guardian, á Heathrow-flugvelli fyrir viku, og níu klukkustunda yfirheyrsla sem hann sætti, sé ekkert annað en gjörræði.
Gildi einu þótt það sé með vísan til laga um hryðjuverkaógn.
Þá sé fráleitt að hann sæti sakamálarannsókn, eins og ótíndur afbrotamaður, fyrir þátt sinn í birtingu upplýsinga sem almenningur í lýðræðisríki eigi fyllsta rétt á um athæfi og umsvif opinberra njósna-og leyniþjónustustofnana.
Í bréfinu segir að atburðir síðustu daga í Bretlandi veki ugg um upplýsinga-og málfrelsi í Bretlandi, hvert stjórnvöld í Lundúnum stefni, árásir þeirra á dagblaðið Guardian séu mikið áhyggjuefni og geti haft skelfilegar afleiðingar fyrir fjölmiðla úti um allan heim." - Rúv.is
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvar ert þú Ísfirðingurinn í flugvallar málinu?
Hrólfur Þ Hraundal, 25.8.2013 kl. 16:43
Hvað varðar þig um það?
Björn Birgisson, 25.8.2013 kl. 16:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.