25.8.2013 | 18:18
Strax eða á kjörtímabilinu? Er nokkuð verið að hafa kjósendur að fíflum?
Dálítið fyndið - eða hvað?
Þegar stjórnarflokkarnir voru að rigga upp kosningaloforðunum og kynna þau voru orðin "á kjörtímabilinu" aldrei sett fram.
Aldrei.
Frekar var gefið í skyn að fólk yrði vart við breytingar mjög fljótt.
Mér vitanlega hefur enginn venjulegur landsmaður orðið var við neina breytingu - nú um þremur mánuðum eftir myndun stjórnarinnar.
Bara alls enga, en allir hafa frétt af skipan ótal nefnda til að hugsa fyrir stjórnina!
Engar nefndir - bara efndir sagði formaðurinn fallegi!
Nú bregður svo við að orðin "á kjörtímabilinu" eiga vaxandi vinsældum að fagna hjá ríkisstjórninni!
Af hverju skyldi það vera?
Pólitíkin er líklega slóttugasta tík veraldarinnar.
Og kjósendur, hælnagaðir og bitnir, elska að klappa henni!
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.