Sumir treysta þjóðinni - aðrir alls ekki!

Eitt af tískuorðum samtímans er orðið þjóðaratkvæðagreiðsla. Nú á helst allt að fara þá leiðina. Líklega vegna þess að fólkið treystir kjörnum fulltrúum illa. Menn spyrja nú hvers vegna þjóðin hafi ekki verið spurð þegar ESB umsóknin var send. Fyllilega réttmæt spurning, en á þeim tíma (2009) var fjandakornið engin hefð fyrir slíkri atkvæðagreiðslu. Á meðfylgjandi mynd má sjá yfirlit yfir þjóðaratkvæðagreiðslur Íslendinga. Til að forðast misskilning - þá er ég hlynntur því að þjóðin sé spurð um ýmis stórmál - til dæmis um framhald viðræðna við ESB.
Svo eru aðrir sem treysta þjóðinni alls ekki. Munið þið eftir þessu:
Þjóðaratkvæði
"Fjölmiðlafrumvarpið var frumvarp til laga á Íslandi á árinu 2004. Í frumvarpinu fólust takmarkanir á eignarhaldi á fjölmiðlafyrirtækjum. Þannig mátti enginn einn aðili eiga meira en 25% í fjölmiðafyrirtæki. Frumvarpið var lagt fram á Alþingi af ríkisstjórn Íslands (Davíð, Halldór, innsk. BB) og var samþykkt þar þrátt fyrir mikla andstöðu í þjóðfélaginu. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, neitaði að staðfesta lögin og vísaði þeim þar með til þjóðaratkvæðagreiðslu. Í kjölfarið vöknuðu spurningar um hvort að forsetinn hefði í raun rétt til að synja málum. Ríkisstjórnin kom í veg fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um frumvarpið (lögin) með því að fá samþykkt frumvarp, sem nam hitt úr gildi." - Wikipedia
Þetta var þá. Hvað á Guðbjörg ríka mörg prósent í Mogganum hans Davíðs?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband