Götustrákurinn í ritstjóranum - með flotta ferilinn - gæjanum sem viðskiptavitið sniðgekk að mestu, sem og umhyggjan og virðingin fyrir ósammála fólki.

Götustrákurinn í ritstjóranum - með flotta ferilinn - gæjanum sem viðskiptavitið sniðgekk að mestu, sem og umhyggjan og virðingin fyrir ósammála fólki.

Davíð Oddsson skrifar til að gleðja og næra um 25-30% kjósenda, kjósendur Sjálfstæðisflokksins, sem kokgleypa allt sem frá honum kemur og halda vart vatni yfir snilld ritstjórans.
Hin 70-75% gefa lítið eða ekkert fyrir orð goðsins.
Hlæja raunar oftast að þeim.
Ekki vegna þess hve fyndin þau eru.
Hreint ekki. Barnaleg og aulaleg skrif Davíðs um meinta andstæðinga sína, eru svo brjóstumkennanleg og laus við einhverja veruleikatengingu að vart er annað hægt en að brosa.
Þegar Óskar Magnússon dubbaði Davíð upp í stól ritstjórans, ákváðu líklega 15-20 þúsund áskrifendur Moggans að segja upp áskriftinni.
Það kallast víst "svokallað hrun"!
Líklega var það heimskulegasta ráðning aldarinnar, með tilliti til viðskipta Moggans við landsmenn og landsmanna við Moggann.
Hvað um það.
Mogginn skrimtir enn.
Þökk sé ríku útgerðarfólki og bankafólki sem sturtaði niður um fimm milljörðum af skuldum blaðsins.
Ritstjóri er sölustjóri.
Í öllum heilbrigðum rekstri væri sölustjóri, sem hrekur burt obbann af viðskiptavinunum, rekinn.
Því má spyrja:
Er eitthvað heilbrigt við rekstur Moggans?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert djarfur maður, Björn Birgisson. Er þér ekki ljóst að þú býrð í óeðlilegu og helsjúku samfélagi. Skrif þín gætu bitnað á þér og þínum, gætu haft áhrif á störf, fjárhagslega afkomu og lífsviðurværi.  

Rétt er það, að "ekki-komma-titturinn" hann Davíð Oddsson skrifar fyrir fámennan hóp, en sá hópur er voldugur, því þar er kapítalið, hrokinn og ósvífnin. Kv. HK

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 26.8.2013 kl. 20:22

2 Smámynd: Björn Birgisson

"Þú ert djarfur maður, Björn Birgisson. Er þér ekki ljóst að þú býrð í óeðlilegu og helsjúku samfélagi. Skrif þín gætu bitnað á þér og þínum, gætu haft áhrif á störf, fjárhagslega afkomu og lífsviðurværi."

Svolítið merkilegt innlegg frá Hauki.

Hótun?

Held ekki.

Að öðru leiti er mér skítsama.

Björn Birgisson, 26.8.2013 kl. 22:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband