29.3.2014 | 19:57
Hægrið er að klofna
Ja hérna.
Það liggja mikil tíðindi í loftinu.
Bullandi óánægðir Sjálfstæðismenn eru komnir langt með að stofna nýjan og hófsamari hægri flokk.
Fjármögnum hans verður ekkert vandamál.
Fjölmargir sterkir aðilar í atvinnulífinu eru hreinlega gapandi hissa á einangrunarhyggju Sjálfstæðisflokksins (taglhnýtings Framsóknar) og vilja opna alla glugga til Evrópu.
Glugga sem í eru yfir 500 milljónir manna.
Glugga sem felur í sér meiri og stærri tækifæri til frjálsra viðskipta en áður hafa sést hér á landi.
Ég bíð bara spenntur eftir þessum nýja flokki.
Gæti allt eins hugsað mér að styðja hann með mínu atkvæði.
Hann er algjörlega bráðnauðsynlegt mótvægi við öfgar tepokanna sem nú tröllríða öllum röftum Valhallar.
Sjáum við XD flokkinn kannski í 15% mörkum Framsóknar í næstu kosningum?
Mikið er það nú notaleg tilhugsun!
Það liggja mikil tíðindi í loftinu.
Bullandi óánægðir Sjálfstæðismenn eru komnir langt með að stofna nýjan og hófsamari hægri flokk.
Fjármögnum hans verður ekkert vandamál.
Fjölmargir sterkir aðilar í atvinnulífinu eru hreinlega gapandi hissa á einangrunarhyggju Sjálfstæðisflokksins (taglhnýtings Framsóknar) og vilja opna alla glugga til Evrópu.
Glugga sem í eru yfir 500 milljónir manna.
Glugga sem felur í sér meiri og stærri tækifæri til frjálsra viðskipta en áður hafa sést hér á landi.
Ég bíð bara spenntur eftir þessum nýja flokki.
Gæti allt eins hugsað mér að styðja hann með mínu atkvæði.
Hann er algjörlega bráðnauðsynlegt mótvægi við öfgar tepokanna sem nú tröllríða öllum röftum Valhallar.
Sjáum við XD flokkinn kannski í 15% mörkum Framsóknar í næstu kosningum?
Mikið er það nú notaleg tilhugsun!
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Skoðanakannanir hafa sýnt undanfarið að 3-5 % kjósenda Sjálfstæðisflokksins eru þeir sem vilja ganga í Evrópusambandið, þannig að það er ekki feitan gölt að flá. Það reyndu nokkrir ESB-sinnar í flokknum fyrir nokkrum árum að stofna slikan flokk en sá flokkur fékk ekki hljómgrunn og er ekki til lengur.
Þú skalt ekki gleyma því að beestu gluggar til alheimsins eru þeir sem þjóðin sjálf ákveður að opna eftir eigin vilja og óskum. Þannig er verið að klára samninga sem hófust í tíð ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar við Kína. Ef Ísland væri aðili að Evrópusambandinu færu kommissarar sem enginn íbúi ESB landa hefur kosið fyrir sig sem ráða því við hverja eru gerðir samningar - ekki Ísland í þessu tilfelli. Allir milliríkjasamningar Íslands við umheiminn falla niður við inngöngu í ESB - fleiri gluggar lokast en við fáum í gegn um samninga ESB.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 29.3.2014 kl. 20:36
3-5%? Eru þeir ekki um 10% eða meira? Aðeins siðlitlum Íslendingum hugnast aukin viðskipti við Kína.
Björn Birgisson, 29.3.2014 kl. 21:45
Þeir sem vilja kaupa frá Kína gera það, aðrir ekki . Sama á við um hvaða viðskipti sem er. Um að gera að ná hagstæðum tollasamningum við allan heiminn - það er ekki hægt ef við værum aðilar að ESB því kontóristarnir þar ákveða slíkt fyrir okkur.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 29.3.2014 kl. 22:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.