5.9.2014 | 15:13
Skattlagt til að mismuna þegnunum
Sótti ekki um lánaleiðréttingu á kostnað skattgreiðenda í þessu landi.
Vegna þeirrar einföldu staðreyndar að ég skulda ekkert núorðið.
Vegna þeirrar einföldu staðreyndar að minn forsendubrestur lá algjörlega óbættur hjá garði á árunum eftir 1980 í óðaverðbólgunni sem þá var.
Sá forsendubrestur var miklu alvarlegri og dýpri en 2008 hrunið!
Fengu skuldarar þá einhverja hjálp?
Nei, enga.
Borguðu og ...bitu bara á jaxlinn!
Er mjög hugsi yfir væntanlegum "leiðréttingum"!
Er algjörlega fastur á þeirri skoðun að þær standist ekki jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar.
Hvernig í ósköpunun geta stjórnvöld "leiðrétt" lán sumra þegna sinna, en alls ekki annarra?
Leiðrétt í raun lán þeirra sem best hafa það í þjóðfélaginu!
Hvað með námslánin?
Skerða ekki stökkbreytt námslánin möguleika okkar unga fólks til að komast yfir það að eignast þak yfir höfuðið?
Hvers konar bull er þetta eiginlega?
Trúi Framsókn til alls. Hún gerir allt fyrir fylgið. Siðferði þess flokks er vel neðan við almennt viðurkennt siðferði í landinu.
En að Sjálfstæðisflokkurinn taki þátt í svona bulli og geri svona upp á milli fólks er mér óskiljanlegt.
Hélt að sá flokkur stæði ekki fyrir því að skattleggja til að mismuna þegnunum.
Sú mun vera raunin.
Það blasir við.
Framsókn er með Sjallana í vasanum.
Vegna þeirrar einföldu staðreyndar að ég skulda ekkert núorðið.
Vegna þeirrar einföldu staðreyndar að minn forsendubrestur lá algjörlega óbættur hjá garði á árunum eftir 1980 í óðaverðbólgunni sem þá var.
Sá forsendubrestur var miklu alvarlegri og dýpri en 2008 hrunið!
Fengu skuldarar þá einhverja hjálp?
Nei, enga.
Borguðu og ...bitu bara á jaxlinn!
Er mjög hugsi yfir væntanlegum "leiðréttingum"!
Er algjörlega fastur á þeirri skoðun að þær standist ekki jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar.
Hvernig í ósköpunun geta stjórnvöld "leiðrétt" lán sumra þegna sinna, en alls ekki annarra?
Leiðrétt í raun lán þeirra sem best hafa það í þjóðfélaginu!
Hvað með námslánin?
Skerða ekki stökkbreytt námslánin möguleika okkar unga fólks til að komast yfir það að eignast þak yfir höfuðið?
Hvers konar bull er þetta eiginlega?
Trúi Framsókn til alls. Hún gerir allt fyrir fylgið. Siðferði þess flokks er vel neðan við almennt viðurkennt siðferði í landinu.
En að Sjálfstæðisflokkurinn taki þátt í svona bulli og geri svona upp á milli fólks er mér óskiljanlegt.
Hélt að sá flokkur stæði ekki fyrir því að skattleggja til að mismuna þegnunum.
Sú mun vera raunin.
Það blasir við.
Framsókn er með Sjallana í vasanum.
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Voru það ekki þessir sömu flokkar og nú sitja og forsætisráðherrann Steingrímur Herrmannsson sem afnámu vísitölubindingu launa á 9. áratugnum, en héldu vísitölunni á lánunum óskertri ? Þegar afleiðingin fyrir heimilin urðu ljós síðar sagði Steingrímur aðeins "það ber að harma það". Meira fékk fólk þá ekki upp í skuldirnar sem höfðu vaxið því yfir höfuð. Ég keypti verkamannabústað 1982, tók við láni upp á 1400 þúsund. Einum Steingrími forsætisráðherra seinna var lánið komið hátt á 7undu milljón, en launin sátu eftir.
Allt fyrir fjármagnið var mottóið þá - og er enn.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.9.2014 kl. 21:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.